Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 86
78
ráðagerð, heldur framkvæma hana. 5 Þá sóru þeir allir sam-
an og bundu sig til þess með sameiginlegum formælingum.
6 Og alls voru þeir tvö hundruð, sem stigu niður á dögum
Jareds á tind Hermonfjalls, og þeir kölluðu það Hermon-
fjall, vegna þess að þar höfðu þeir svarið og bundið sig með
sameiginlegum formælingum. 7 Og þetta eru nöfn foringja
þeirra: Samíazaz, foringi þeirra, Arakiba, Rameel, Kókabíel,
Tamíel, Ramíel, Danel, Ezeqeel, Baraqijal, Asael, Armarós,
Batarel, Ananel, Zaqiel, Samsapeel, Satarel, Túrel, Jómjael,
Sariel. 8 Þetta eru tughöfðingjar þeirra.
»'7' xOg allir hinir með þeim tóku 'sjer konur og kaus
hver eina handa sjer. Og þeir tóku að ganga inn til þeirra
og saurga sig með þeim, og þeir kendu þeim töframeðul og
galdra, og að skera rætur, og kendu þeim að þekkja jurtir.
2 Og þær urðu þungaðar og fæddu milda risa, sem voru þrjú
þúsund álnir á hæð. 3 Þeir átu allan vistaforða mannanna.
1 Og þegar mennirnir gátu ekki fullnægt þeim lengur, þá
snerust risarnir gegn þeim og tóku að eta menn. 3 Og þeir
tóku að syndga á fuglum, villidýrum, skriðdýrum, fiskum og
að eta hold hver annars og drekka blóðið. 6 Þá ákærði jörð-
in hina ranglátu.
8 1 Og Asasel kendi mönnum að búa til sverð og hnifa,
skildi og brjóstplötur. Hann kendi þeim að þekkja málmana
og vinna þá, og að búa til armhringi og skrautgripi. Hann
kendi þeim að nota antimón og að fegra augabrýrnar, og
allar tegundir dýrra steina og allskonar litarefni. 2 Og mikið
guðleysi kom upp, og þeir frömdu saurlífi og þeir voru
leiddir afvega, og allir vegir þeirra urðu í villu. 3 Semjasa
kendi töfra og rótarskurð. . . .
9 1 Og þá litu Míkael, Úríel, Rafael og Gabriel niður af
himnum og sáu, að miklu blóði var úthelt á jörðunni, og
alt það ranglæti, sem framið var. ... 3 Og sálir mannanna
kveinuðu og sögðu: Flytjið mál vort frammi fyrir hinum
hæsta. 4 Og þeir sögðu við droltinn aldanna: Drottinn droln-
anna, guð guðanna, konungur konunganna, dýrðarhásæti
þitt (stendur) um allar kynslóðir aldanna, og nafn þitt
er heilagt og dýrðlegt og blessað um aldir. 5 Bú hefir gert
alla hluti og þú hefir vald yfir öllu. Allir hlutir eru naktir
og opnir fyrir sjón þinni, og þú sjer all og ekkert getur
dulist fyrir þjer. 6 Þú sjer hvað Asasel liefir gert; hann sem
hefir kent alt ranglæti á jörðunni, og Ijóstað upp hinum ei-
lifu leyndardómum, sem geymdir voru á himni, sem menn