Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 149
141
anna og verða óforgengilegar upp frá því. 98 Sjöunda gleðin,
sem er meiri öllum hinum áðurnefndu (er sú), að
þær munu fagna með djörfung,
vera öruggar án smánar,
vera glaðar án ótla,
þvi að þær flýta sjer til þess að sjá auglil hans, sem þær
þjónuðu i lifi sinu, og hjá honum eiga þær að fá dýrðar-
laun sín«.
3. Upprisa dómsins.
Hinir óguðlegu risa upp til þess á efsta degi að hreppa
úrslitadóm sinn, eilífa glötun. Upprisa þeirra er því upprisa
til dóms, til smánar og eilífrar andstygðar, eins og höfundur
Daníelsbókar orðar það.1) Er kvalalifi þeirra lýst á ýmsan
hátt i heimildum vorum, þótt sumir drætlir sjeu flest-
um eða mörgum lýsingunum sameiginlegir. Þannig hefir
lýsing Trito-Jesaja2) á orminum, sem ekki muni deyja, og
eldinum, sem ekki slokni, haft víðtæk áhrif á hugmynd-
irnar um kvalir óguðlegra í gehenna. Sennilega stendur lýs-
ingin algenga á óslökkvandi eldinum, sem óguðlegir kveljast
i, lika í sambandi við hugmyndina um að kvalastaðurinn
sje i iðrum jarðarinnar, eins og lýsingin á myrkrinu i kvala-
staðnum er frá þeirri hugmynd runnin.
í opinberunarritunum er þráfaldlega talað um eldinn og
myrkrið i kvalastaðnum; þar er einnig talað um orm og
enn fremur um is og kulda. Aflýsingum opinberunarritanna
verður að láta nægja að tilgreina þessi ummæli 1. Enoks-
bókar í viðbót við þau, er áður hafa verið nefnd:
»90 24 Og dómurinn var fyrst haldinn yfir stjörnunum3)
og þær voru dæmdar og fundnar sekar, og fóru i stað for-
dæmingarinnar, og þeim var kastað í undirdjúp, fult af eldi
og logum og fult af eldsúlum. 25 Og fjárhirðarnir4) sjötíu
voru dæmdir og fundnir sekir, og þeim var kastað í undir-
djúpið eldlega. 26 Og því næst sá jeg, hvernig opnað var eins
og undirdjúp i miðju jarðar, fult af eldi. Og þeir komu með
1) 12, 2.
2) Jesaja 66, 24.
31 Þ. e. föllnu englunum.
4) Hugmyndin er sennilega sú, aö þetla sjeu englar, sem guð hafði
sett til að sjá um, að ísrael yrði hegnt af heiðingjunum, en þó ekki
um of; en þeir hefðu vanrækt skyldu sína, og þvi hreþþa þeir sama
dóm og föllnu englarnir.