Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 116
108
Enoksbókar, sjerstaklega í fyrsta aðalkafla bókarinnar, og
einnig af Síbylluspánum. En sem sýnishorn þessara skoð-
ana verða að nægja sín lýsingin úr hverju hinna nefndu
rita. í 1. Enoksbók stendur;
»10 10 Eyddu öllu ranglæti af yfirborði jarðarinnar og
láttu enda verða á öllum illverkum. Og láttu birtast jurt
rjettlætis1) og sannleika; hún mun blessun valda. Yerk rjett-
lætis og sannleika skulu gróðursett verða í sannleika og
gleði að eilífu.
17 Og þá munu allir hinir rjettlátu bjargast
og lifa þar til þeir hafa getið þúsundir barna.
Og alla daga æsku sinnar og elli
skulu þeir í friði fylla.
18 Þá mun jörðin öll verða yrkt í rjeltlæti, og öll skal
hún verða gróðursett með trjám og vera full blessunar.
39 ÖIl girnileg trje skulu gróðursett verða á henni, og þeir
munu gróðursetja vínvið á henni, og sá vínviður skal veita
gnægð víns. Og svo skal vera um hvert það útsæði, sem
sáð verður í hana, að hvert mál skal bera þúsund, og hvert
mál af olífum skal gefa tíu þrær af olíu. 20 Og hreinsa þú
jörðina af öllum ofbeldisverkum, og af öllu órjettlæti og af
allri synd og öllu guðleysi. Og öllum saurugleika, sem fram-
inn er á jörðunni, skalt þú eyða. 21ÖII mannanna börn
skulu rjettlát verða, og allar þjóðir skulu fórna mjer til-
beiðslu og lofsyngja mjer, og allir skulu tilbiðja mig. 22 Og
jörðin skal hreinsuð verða af allri saurgun, og af allri synd,
og af allri refsingu, og af öllum kvölum, og jeg mun aldrei
framar senda þella til jarðarinnar frá kynslóð til kynslóðar
um alla eilífð.
11 1 Og á þeim dögum mun jeg opna forðabúr blessunar-
innar, sem eru á himnum, til þess að senda þau niður á
jörðina yfir verk og erfiði mannanna barna. 2 Og sannleiki
og friður skulu saman búa alla daga veraldarinnar og meðan
allar kynslóðir mannanna eru við lýði«.
Aftur á móti er lýsingin i 3. bók Síbylluspánna á þessa
leið:
»Þá munu allir synir hins mikla guðs aftur lifa í rósemi
kringum musterið og gleðjast yíir þeim gjöfum, sem hann
gefur, sem er skaparinn og alvaldur, rjettlátur dómari. Því
að hann sjálfur mun skýla þeim, standa við hlið þeirra al-
1) P. e. ísrael.