Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 55
47
heimsskaparinn og heimsdómarinn sje hált hafin yfir alt
mannlegt, jarðneskt og hverfult. Með lotningu og aðdáun
hugsaði hver trúaður Gyðingur til starfs guðs í fortíðinni,
einkum til sköpunarinnar. Er oft minst á guð sem skapar-
ann í opinberunarritunum og benda má á þessa lýsingu á
sköpuninni í 2. Enoksbók 24.—27. kap. og 65. kap.:
»34 1 Og drottinn kallaði á mig og sagði við mig: Sestu
mjer til vinstri handar hjá Gabríel. Og jeg laut að drotni og
drottinn mælti til min: 2 Enok, þú elskaði! Nú mun jeg
segja þjer um alt það, er þú sjer, alla hluti, sem nú standa
fullgerðir. Jeg mun segja þjer frá þeim siðan áður en þeir
voru til. Jeg skapaði þá alla af engu, alla sýnilega hluti af
ósýnilegu. 3 Heyr Enok, og gef gaum að orðum mínum, því
að jafnvel englum mínum hefi jeg eigi sagt frá leyndardóm-
um mínum. Jeg hefi eigi sagt þeim um uppruna þeirra, nje
um riki mitt, sem er óendanlegt, og þeir hafa ekki skilið sköp-
unarverk mitt, sem jeg skýri þjer frá í dag. 4 Því að áður
en sýnilegir hlutir voru til, gekk jeg um meðal ósýnilegra
hlula, eins og sólin gengur frá austri til vesturs og frá vestri
til austurs. 8 En jafnvel sólin hefir frið í sjálfri sjer, en jeg
fann engan frið, þvi að jeg var að skapa alla hluti og í
huga mjer fæddist sú hugsun að leggja grundvöll og skapa
sýnilegan heim.
25 1 Jeg skipaði svo fyrir á allra lægstu sviðum, að
sýnilegir hlutir skyldu koma fram úr hinu ósýnilega. Og
Adoil kom niður ge)rsistór og jeg leit á hann og sjá: hann
hafði ljós mikið í kviði sínum. 2 Og jeg sagði við hann:
Adoil, opnast þú, og lát hið sýnilega koma út af þjer. 3 Og
hann opnaðist, og mikið ljós kom út. Og jeg var í miðju
hins mikla Ijóss, og þar eð Ijósið er fætt af Ijósi, þá kom
fram mikill heimur, er sýndi alt sköpunarverkið, sem jeg
liafði liugsað mjer að skapa. 4 Og jeg sá að það var gott.
Og jeg setli fram hásæti handa sjálfum mjer og jeg settist í
það og sagði við Ijósið: Stíg þú upp hærra og tak þjer ból-
festu hátt uppi yfir hásætinu, og vertu grundvöllur hinna
hæstu hluta. 6 Og yfir ljósinu er ekkert, og jeg rjelti mig
upp og leit upp úr hásæti mínu.
30 1 Og jeg kallaði aftur á hið allra lægsta og sagði:
Lát Archas koma fram þjettan, og hann kom þjettur fram
af hinu ósýnilega. Og Archas kom fram, þjettur, þungur og
rauður mjög. 2 Og jeg mælti: Opnast þú, Archas, fæddu af
þjer! Og hann opnaðist og heimur kom i ljós, mikill og