Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 58
50
^Þjer menn, sem berið þá mynd, er guð mólaði eftir lik-
ingu sinni, hví reikið þjer um stefnulaust, en gangið eigi
hina beinu hraut ávalt minnugir hins eilifa skapara? Einn
er alvaldur guð, óumræðilegur, og bústaður hans er á himni.
Enginn heíir skapað hann; enginn hefir sjeð hann, en sjálf-
ur sjer hann einn alla. Hendur steinsmiðsins hafa ekki
gert hann, og ekki getur heldur neitl líkneski af gulli eða
fílabeini, gert af mannlegri list, sýnt hann eða komið í bans
stað. En hann, sem sjálfur er eilífur, hefir opinberað sig
eins og þann, sem er, og var áður, já, og mun vera framveg-
is. Því að hver dauðlegur maður getur litið guð augum
sínum? Eða hver mundi þola að heyra, þólt ekki væri
nema nafnið eilt hins máttuga, himneska guðs, sem er
sljórnandi heimsins? Hann, sem skapaði alt með orði sínu,
bæði himin og haf, og óþreytandi sól, tungl í fyllingu,
og blikandi sljörnur, hina miklu móður úthafið, upp-
sprettur og ár, ódauðlegan eld, daga og nætur. Já, það er
guð sjálfur, sem myndaði Adam með fjögurra stafa nafninu,1)
liinn fyrsta mann, sem skapaður var, og felur í nafni sínu
morgun og rökkur, suður og norður. Auk þess skapaði
hann mynd allra dauðlegra manna og dýrin, sem skríða og
lljúga. þjer tilbiðjið eigi guð nje óttist hann, lieldur reikið
þjer urn markmiðslaust, og beygið knje yðar fyrir högg-
ormum og færið fórnir köttum og mállausum skurðgoðum
og steinlikneskjum af dauðlegum verum, og siljið frammi
fyrir dyrum guðlausra mustera. Þjer þreytið guð, sem er
að eilífu og gætir allra, þar eð þjer hafið yndi af vesælum
steinum, en gleymið dómi hins eilífa frelsara, sem skapaði
himin og jörð. Ó, þú kynslóð, sem gleðst yfir blóði; hrekk-
vísa, vonda kynslóð guðlausra manna, lygarar, tvítyngdir,
ósiðlátir, hórkarlar, hjáguðadýrkendur, slægir í löstunum;
lijartað í yður er vont, fult af æðisgengnum hvötum. Þjer
hrifsið og svælið hver undir sig og kunnið ekki að skamm-
ast yðar! Því að enginn sá, sem er auðugur af fjármun-
um, mun gefa öðrum neitt, heldur inun svívirðileg niska
rikja meðal allra dauðlegra, og trúna munu þeir alls ekki
varðveita, heldur munu margar ekkjur hafa leynilega elsk-
huga í ábataskyni, og jafnvel þótt þær eignist menn, munu
þær ekki ná taki á mælisnúru lífsins«.2)
1) Sbr. bls. 25.
2) 3. bók 8.-45. v.