Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 61
53
trúin ekki slept. Ef guð stjórnaði ekki beinlínis, hlaut hann
að gera það óbeinlínis. Það hlutu að vera til verur, sem
brúuðu djúpið milli skaparans og skepnunnar. Ríkisstjórn
hátignarinnar á hæðum hugsuðu Gj'ðingar sjer svipaða stjórn
voldugustu jarðnesku valdhafanna. Eins og jarðnesku kon-
ungarnir höfðu hirð um sig og ljetu aðra stjórna fyrir sig,
eins hugsuðu Gyðingar sjer á síðgyðingdómstímabilinu, að
guð væri umkringdur af himneskri hirð, sem framkvæmdi
vilja hans. Þeir hugsuðu sjer stjórnað frammi fyrir guði, en
að guð sjálfur stæði ofar beinum afskiftum af heimsstjórn-
inni. Og eins og kunnugt var, að nytsamt hafði reynst fyrir
jarðneska valdhafa, að hafa allar sljórnarfyrirskipanir skrif-
legar, eins festist sú hugmynd, að stjórn guðs sje einnig
skriíleg. Hugsa menn sjer alt skrifað á töílur eða bækur á
himnum, bæði lögmálið, framtíð manna, gerðir manna, góð-
verk og afbrot, o. fl. Að vísu hafði þegar á gamla testa-
mentistímanum bólað á hugmyndum þessum um bækurn-
ar,1) en þær verða miklu ákveðnari og víðtækari á síðgyð-
ingdómstímabilinu. I Daníelsbók er talað um þá, er skráðir
finnist í bókinni,2) þ. e. lífsbókinni, og í sambandi við lýs-
inguna á dóminum sagt, að bókunum hafi verið flett upp.3)
En sjerstaklega talar 1. Enokshók oft um himnesku hæk-
urnar og töflurnar, og er þeim þar meðal annars lýst á
þessa leið:
»H1 1 Og liann sagði við mig:
Lít á, Enok, þessar himnesku töflur
og lestu það, sem á þær er ritað
og taktu vel eftir öllu.
* Og jeg leit á töflurnar himnesku og las alt, scm á þær
var ritað, og skildi það alt. Jeg las bókina urn allar gerðir
mannkynsins og um öll börn holdsins, sem verða munu á
jörðunni til fjarlægustu kynslóða. 3 Og þegar í stað vegsamaði
jeg hinn mikla drottinn og konung dýrðarinnar að eilífu,
fyrir það að hann hefir gert öll verk heimsins,
og jeg lofaði drottinn vegna þolinmæði hans
og vegsamaði hann vegna mannanna harna.
4 Og þvi næst sagði jeg:
Sæll er sá maður, sem deyr í rjettlæti og gæsku;
1) Sbr. 2. Móseb. 32, 32. n.; Dav. sálm. 69, 29.
2) 12, 1.
3) 7, 10.