Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 135
127
burð. Kemur þar fram sú skoðun, að Messías eigi að
verða endurlausnari heimsins. Eins og dómur hans á að ná
til allra, samkvæmt þessum víðsýnu skoðunum, á hjálpræði
hans einnig að ná til allra þjóða.
§ 14. Upprisa dauðra.
1. Trúin á upprisu dauðra.
Um Krists burð mun trúin á upprisu dauðra hafa verið
almenn meðal Gyðinga, þótt vjer vitum að Saddúkear hjeldu
því fram, að upprisa væri ekki til. En ekki var upprisutrúin
þó gömul hjá þjóðinni, því að greinilega kemur hún ekki fram
fyr en í bjrrjun síðgyðingdómstímabilsins, þótt eldri ummæli
sjeu í gamla testamentinu, sem benda til þess, að vonirnar
hafi verið farnar að beinast í þá átt. Það er á neyðartímum
Makkabeatímabilsins, að trú þessi brýst fram. Þá kemur
það best í ljós, live gagnólíkir menn voru, þótt þeir teldust
til hinnar útvöldu þjóðar, þar sem sumir hjeldu fast við trú
sína og liðu heldur píslarvættisdauða en að afneita guði
sínum, en aðrir aftur á móti vildu vinna sjer það til lífs, að
afneita trúnni og gerast guðníðingar. Endurgjaldshugmyndir
manna gerðu þeim með öllu ómögulegt að hugsa sjer, að
kjör þessara ólíku manna yrðu jöfn eftir dauðann. Auk þess
mun einnig hafa verið um erlend áhrif að ræða. Þannig
komast menn til þeirrar sannfæringar, að upprisa muni eiga
sjer stað. Sú sannfæring kemur fram í 12. kap. Daniels-
bókar og í 26. kap. í Jesaja, sem talið er að ritaður sje
nokkrum áratugum síðar.
En þótt farið sje að trúa á upprisu eftir dauðann, kemur
mönnum þó ekki saman um, hverir muni rísa upp. Getum
vjer greint þrjár skoðanir á þessu í opinberunarritunum.
Ein skoðunin er sú, að allir ísraelsniðjar eigi að rísa upp,
hvort sem þeir sjeu rjettlátir eða óguðlegir. Er það nánasl
sú skoðun, sem kemur fram í 12. kap. Daníelsbókar. Að
vísu stendur þar, að »margir þeirra, sem sofa í dufti jarðar-
innar, muni upp vakna«, en ekki að allir muni vakna upp,
en að höfundur hugsi sjer upprisu bæði góðra og vondra,
sjest af orðunum, sem á eftir fara: »sumir til eilífs lífs,
sumir til smánar, til eilífrar andstygðar«. Sumstaðar í lík-
ingaræðunum í 1. Enoksbók og víðar í bókinni er almennri