Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 50
42
inga er líkt við syrgjandi ekkju eða við móður. — Tölur
eru látnar tákna nöfn t. d. í 5. bók Sibylluspánna 12. og 14.
v. (sbr. Opinb. Jóh. 13, 18.).
Þá eru hinar mörgu vitranir og sýnir, sem rit þessi skýra
frá. Eru lýsingarnar á þvi, er fyrir ber, ítarlegri en hjá spá-
mönnum gamla testamentisins. — í sambandi við þessar
vitranir og sýnir, sem opinberunarritin segja frá, hefir þeirri
spurningu verið hreyft, hvort líta eigi á þær eins og á vitr-
anir og sýnir þær, sem sagt er frá í ritum spámanna gamla
testamentisins, eða hvort þetta í opinberunarritunum aðeins
sje búningur, er notaður sje af höfundunum til þess að lýsa
með því hugsunum sínum. Þessari spurningu verður að
svara út frá ritunum sjálfum á þá leið, að þótl ýmislegt
geri það sennilegt, að sumstaðar í ritunum sje aðeins um
visvitandi tilbúinn hugsanabúning að ræða, sjeu þó ýmsar
af vitrununum með þeim veruleikablæ, að naumast verði
efast um, að þar komi til vor lýsingar á raunverulegum
sýnum, er fyrir menn hafi borið í hrifningar- og draum-
leiðsluástandi. Meðal helstu drátlanna, er benda i þessa átt,
má nefna: Sjáandinn fastar áður en hann fær sýn sina eða
vitrun, hann fær’ hana í svefnástandi eða í einveru, og
á eftir er hann óstyrkur eða örmagna og óttasleginn. —
Náskyldar vitrununum eru ferðir þær, er ýmsar af opin-
berunarbókunum segja frá. Fer hinn útvaldi, er hrifinn
verður frá jörðunni, þá með leiðsagnarengli eða englum sín-
urn um himnana alla og fræðist um alt hið marga og mikla,
sem þar er að sjá og heyra, kynnist þar liinni leyndardóms-
fullu niðurröðun alheimsins, fær vitneskju um líf og störf
englanna, vistarverur góðra manna og óguðlegra að jarðlíf-
inu loknu, og fær jafnvel að sjá drottinn sjálfan og tala við
hann auglili til auglitis, þar sem bústaður hans er í hinum
efsta himni.
Bundið og óbundið mál skiftist sumstaðar á í ritum þess-
um, eins og þekt er frá spámannsritum gamla testamentis-
ins. Sumstaðar er efnið ílokkað í kafia, en annarstaðar er
samhengið laust. Annars er framsetningin æði margvísleg.
Sumstaðar er efnið framsett í samtalsformi og talar sjáand-
inn ýmist við engil þann, er leiðbeinir honum og skýrir
fyrir honum, eða hann talar við hinn hæsta sjálfan. Sum-
slaðar talar sá, er ritið er eignað, til atkomenda sinna eða
til lýðsins, fræðandi eða áminnandi. Til eru brjef (I Op. Bar.
sýrl. kap. 78. nn.), sæluboðanir o. s. frv.