Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 41
33
allir hafa syndgað. Og guð hefir rjett til að ofurselja syndar-
ann í eilífar kvalir. Syndarinn verðskuldar örlög sín. Hann
hefir enga afsökun frammi fyrir drotni á dómsdegi. — Höf-
und hryllir við að ihuga þetta. Einasta ráðið sje, að láta
vera að hugsa um afdrif syndaranna, en láta í þess stað
hugann dvelja við sælu guðhræddra.
Guðvörn sína býr höfundur i viðræðubúning. Er samtalið
milli Esra og engils. Maðurinn kemur með spurningar og
andmæli, en engillin taiar máli trúarinnar. Lægra eðlið
kvartar og spyr, hærra eðlið hughreystir og greiðir úr vanda-
spurningunum.
Efni ritsins eru 7 vitranir.
Fyrsta vitrunin (3, 1.—5, 20.). Esra er í Babýlon og í bæn
til guðs barmar hann sjer yfir ógæfu ísraels, en gæfu heið-
ingjanna (3, 1,—36.). Úríel engili ávítar hann fyrir harma-
tölur hans og efasemdaspurningar, minnir hann á, að vegir
guðs sjeu dauðlegum mönnum óskiljanlegir (4, 1.—21.), og
gefur honum til kynna, að hinu illa sje afmarkaður ákveð-
inn timi (4, 22.—32.), eins og hin ákveðna tala rjettlátra verði
að fullnast áður dómurinn komi (4, 33.-43.). Esra vill fá
að vita, hvort langt sje enn endans að bíða, og fær það svar,
að mestur hluti hörmungalímans sje þegar liðinn, og að
ákveðin tákn sjeu fyrirhoðar heimsendis og gefi til kynna
hvenær hans megi vænta (4, 44.—5, 13.). Esra er orðinn
örmagna, en engillinn styrkir hann. Fastar liann þvi næst í
7 daga og býr sig á þann hátt undir að geta veitt nýrri op-
inberun viðlöku (5, 14.—20.).
Önnur vitrunin (5, 21.—6, 34.). Esra kemur aftur með efa-
semdaspurningar sínar og engillinn ávítar hann fyrir þær á
ný (5, 21.—40.). Honum er sýnt fram á, að í sögu mann-
kynsins hljóti eitt að koma á eftir öðru og upphaf og endir
geti ekki verið samtimis. En alt sje af guði fastsett, og að
tilstilli hans, skapara heimsins, muni endirinn koma (5, 41.—
G, G.). Þá er aftur lýsing á endalokalímanum og táknum
þeim, er verða eigi íyrirhoðar heimsendis (6, 7.—29.). Loks
er Esra boðið að fasta á ný og gefin loforð um nýjar opin-
beranir (6, 30.-34,).
Priðja vilrunin (6, 35.-9, 25.). Esra er enn mæddur og
ber i bæn til guðs fram fyrir hann spurninguna, hvernig
ógæfa ísraels geli samrýmst því, að heimurinn sje skapaður
vegna þessarar hans útvöldu þjóðar. Engillinn er aftur send-
ur lil sjáandans og svarar með líkingum þessum efasemda-
5