Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 96
88
§ 10. Lögmívlshlýðnin.
1. Verðskuldun verkanna.
Við lögmálshlýðnina var rjettlætið bundið.1) Þess vegna
var öllum óhjákvæmilega nauðsynlegt að halda lögmálið.
Því að enginn átti að skoðun síðgyðingdómsins skilyrðislaust
náð guðs vísa. Maðurinn varð þvert á móti að verðskulda
náðina og á þann hátt verða rjettlátur fyrir guði. En um
rjettlætið töluðu Gyðingar í nokkuð annari merkingu en
vjer notum orðið og nefndu þann mann rjettlátan, sem að
úrskurði guðs hefði fullnægt kröfum þeim, sem til þess
þurftu að geta staðist dóm guðs. Þessa rjettlætis urðu menn
að afla sjer fyrir verðskuldun sína, með hlýðni sinni við
lögmálið, fyrir lögmálsverk sín. Rjettlæti þeirra var lögmáls-
rjettlæti.
Fyrir því var gert ráð, að maðurinn gæti fullnægt kröfum
guðs og á þann hátt fyrir lögmálsverk orðið rjettlátur fyrir
guði. Kemur sú sannfæring einnig fram í opinberunarrilun-
um. Meðal annars kemur hún fram í þessum ummælum í
Himnaför Móse:
»9 4 Hlustið því á mig, synir mínir. Sjáið og vitið, að
hvorki freistuðu feðurnir nje forfeður þeirra guðs með því
að brjóta boð hans. 5 Og þjer vitið, að það er slyrkur vor
og þannig viljum vjer breyta«.
í 2. Barúksbók er líka sagt svo frá, að hjarta Jeremía
hafi verið ósaurgað af synd.2 3) Og í sama riti stendur, að
hinir rjettlátu og spámennirnir hafi getað beðið fyrir ísrael,
þar eð þeir hafi mátt treysta verkum sínum.
Sú skoðun breiddist út á þessu tímabili, að menn með
góðum verkum sinum gætu safnað sjer verðleikasjóði, sem
geymdur væri á himnum til dómsdags, og þeir þá fengju
að launum fyrir breytni sina. Er þeirrar skoðunar bæði
getið í 2. Barúksbók, sem mikla áherslu leggur á verðleika
verkanna, og einnig í 4. Esrabók. 1 2. Barúksbók stendur:
»Því að hinir rjettlátu vona rjettilega á endalokin og yfh’-
gefa óttalausir þetta heimkynni (þ. e. þetta líf), vegna þess
að hjá þjer eiga þeir fjársjóð verka geymdan í forðabúr-
um«.8)
1) 2. Bar. 76, 6.; 51, 3. o. v.
2) 9, 1. ; sbr. E. íssakars 7, 1.
3) 14, 12.