Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 147
139
þegar eftir dauðann umbun eða refsingu, í samræmi við til-
verknað sinn. Þegar ódauðleg sál hins rjettláta í dauð-
anum yfirgefur hreysi sitt, forgengilega líkamann, fangelsi
sálarinnar, fer hún þegar í stað til sinna sönnu heimkynna,
til guðs, til eilifs sælulífs hjá honum. Sál hins óguðlega fer
þar á móti í eilifar kvalir. Um upprisu líkamans getur ekki
verið að ræða samkvæmt þessum hugmyndum. í opinber-
unarritunum verður þessara skoðana vart í 2. Enokshók og
ef til vill í þessum ummælum 1. Enoksbókar:
»103 2 Jeg þekki le}rndardóm.
Jeg hefi lesið töflurnar himnesku
og sjeð hinar heilögu bækur,
og hefi þar fundið letrað á þær, og ritað um þá (þ. e.
hina rjettlátu):
3 ÖIl gæði, fögnuður og gleði eru þeim fyrirbúin,
og rituð upp handa öndum þeim, sem dáið hafa i rjeltlæli,
og margföld gæði munu yður gefin verða i laun fyrir
erfiði yðar,
svo að hlutskifti yðar er miklu betra hlutskifti hinna lifandi.
4 Og andar yðar, sem dáið hafa i rjettlæti, munu lifa og fagna.
Andar þeirra munu ekki farast, nje minning þeirra frammi
fyrir augliti hins mikla
um allar kynslóðir heims. óttist því ekki framar niður-
lægingu þeirra«.
í þriðju mynd birtast eilífðarvonirnar i hugmyndunum
um millibilsásland sálnanna. IJar eru hellensku skoðanirnar
um ódauðleika sálarinnar sameinaðar gyðinglegu upprisu-
vonunum á þann hátt, að sálir guðhræddra og óguðlegra
skilji i dauðanum við líkamann og fari hver til síns staðar
og dvelji þar í bráðabirgðasælu eða vansælu til dómsins, en
sameinist þá aftur líkamanum og fari siðan, eftir að dómur-
inn hefir verið upp kveðinn, til síns endanlega framtíðar-
bústaðar (sbr. § 14, 2.).
2. MilUbilsáslandið.
Merkileg lýsing á millibilsástandi hinna dánu á undan
dóminum er í 1. Enoksbók 22. kap. Hefir þeirrar lýsingar
verið getið hjer á undan (sjá bls. 68).
Þá verður að geta lýsingarinnar í 7. kap. 4. Esrabókar.
Þar er talað um sjöfalda sælu guðhræddra og sjöfalda van-
sælu óguðlegra milli dauða og upprisu. Sálir óguðlegra, sem
fyrirlitið hafa lögmál guðs og ekki gengið á vegum hans, fá