Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 166
158
náði mestum tökum á hugum manna. Er álit lærðustu man-na
um þessi efni, að svo hafi verið.
Er þelta æði eftirtektavert, þegar menn hugsa til þess, að
einmitt í Galíleu var jarðvegurinn móttækilegastur fyrir prje-
dikun Jesú, og að þaðan voru þeir mennirnir, sem hestskildu
hann, postular hans, — ef til vill allir, nema einn — sá, sem
sveik hann. Hann einn hefir verið talinn ættaður úr þvi
hjeraðinu, sem alt bendir til, að andlegasta stefnan hafi átt
erfiðast uppdráltar i.
Eygjum vjer ekki í þessu skýringu á þvi, að Jesús skyldi
velja sjer samverkamenn meðal óbreyltra verkamanna norð-
ur i Galileu? Og væri ekki hugsanlegt, að þarna kæmi líka
skýring á vandamálinu erfiða um svik Júdasar?
§ 19. Opinberunarritin og prjediknn Jesii.
1. Opinberunarriiin og liið frumlega i prjediknn Jesú.
Alt nýtt verður að miðast við það, sem fyrir er. Þetta á
jafnt við um kristindóminn, sem aðrar andlegar hreyfingar.
Enda gerir nýja teslamentið þetta. Vjer kynnumst krislin-
dóminum þar í sögulegri umgerð. Oss er sagt þar frá fram-
komu Jesú og prjedikun og andstöðu þeirri, er hann átti við
að stríða. Á þann liátt fáum vjer mynd af hugsunarhætli
þeirra manna, er hann starfaði meðal og álti í baráltu við.
Pó er sú mynd nokkuð einhliða og eru til þess eðlilegar
ástæður. Alt nýtt lendir í haráttu við það, sem fyrir er. Alt
golt og frumlegt þarf að berjast lil sigurs. Söguleg frásögn
getur eklci gengið fram hjá þeirri baráttu. En af þvi leiðir, að
oftasl er undir slíkum kringumstæðum meira sagt frá mót-
stöðu andstæðra afla og skoðana en því, sem laðaði menn
að hinni nýju hreyfingu og fjekk menn til að aðhyllast hana.
Með þelta í liuga verður oss skiljanlegt, að sú stefna innan
gyðingdómsins, sem mest her á i n^'ja teslamentinu, er
Faríseastefnan. Prjedikun Jesú var andstæð þeim hugsunar-
hætti, er rjeði framferði og kenningum Faríseanna. En Farí-
seastefnan hafði einbeittustu forvigismennina, þess vegna
hlaut baráttan að hefjast, og þeini baráttu er mjög vel lýst
i nýja testamentinu.
Aftur á móti lýsir nýja testamentið þvi ekki eins greini-
lega, livað laðað hnfi samtíðarmenn Jesú að honum og kenn-
ingu hans. Að visu fáum vjer að vita, að fagnaðarboðskapur