Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 13
5
Hinar óliku hugmyndir, sem náð höfðu festu í þjóðlífi
Gyðinga á þessu tímabili, eða börðust um yfirráðin við eldri
skoðanir, endurspeglast í þessum ritum síðgyðingdómsins.
Eru sum þeirra Iýsingar á skoðunum einhverrar ákveðinnar
stefnu, en önnur eru samsafn af næsta ólikum skoðunum
og hugmyndum frá mismunandi timum. Útiloka margar af
hugmyndum þessum hverjar aðrar, ef rökrjelt er hugsað, en
um slíkt hafa höfundar ritanna ekki fengist. Úeir hafa látið
sjer nægja að setja hin ólikustu ummæli hver við hliðina á
öðrum i 57msum köflum ritanna, eða vefa þau saman við
heildarþráðinn, svo að úr verði eitl rit. Úótt undarlegt megi
virðast, að slíkar andstæður skuli geta átt sjer stað i sama
ritinu, verður það þó skiljanlegra, þegar þess er gælt, að
liið sjergydinglega á þessu tímabili var ekki aðallegast jólgið
i hugnigndum og skoðunum, heldur í faslmótuðum venjum
og siðum, sem trú og siðgœði var miðað við. í umgengni
við aðrar þjóðir hajði regnst ógerlegt að útiloka sig jrá hug-
mgndum annara trúarbragða og erlendra spekinga. En liins
var vandlega gætt, að láta ekki nýjar venjur og siði smeygja
sjcr inn og ná tökum á þjóðinni.
Timabil þetta var byltinga- og umbrolalimar, bæði stjórn-
arfarslega og andlega. Mörg öíl toguðust á; þjóðleg innlend
áhrif og erlendar skoðanir og völd börðust uni yfirráðin.
Flokkar og stefnur voru margar og reyndu hver um sig að
ná sem mestum tökum á þjóðinni. Hver flokkurinn greindi
sig frá öðrum og voru þeir næsta ólíkir, svo hægt er á þessu
tímabili að tala bæði um heimshj'ggjumenn, strangtrúar-
menn og sjertrúarmenn innan gyðinglega þjóðfjelagsins. En
fjöldinn, sem engum flokki fjdgdi, var lítt mótaður, fyrir-
litinn af leiðlogum ílokkanna, en gljúpur og móltækilegur
fyrir áhrif.