Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 172
164
og völd1). Af 1. Enoksbók vitum vjer, að þar er um nöfn á
englum að ræða (sjá bls. 55).
Á ummælum Postulasögunnar um Jesú, þar sem hann er
nefndur hinn heilagi og rjettláti2 3). Lesendur 1. Enoksbókar
kannast þar við nafn á Messiasi (sjá bls. 118 n.). Og orða-
lagið í Post. 4, 12. minnir jafnvel á orðalag 1. Enoksbókar
48, 7. (sjá bls. 121).
Ummælin í 2. Pjetursbrjefi, um að þeir himnar, sem nú
eru, og jörðin geymist eldinum, eru bersýnilega innblásin af
lýsingum Sibylluspánna8) eða samskonar hugmyndum (sjá
§ 17).
Fróðlegt er að bera saman lýsingu 2. Barúksbókar á upp-
risulíkamanum (bls. 132 nn.) og svar Páls i 1. Korinlubrjefi
við spurningunni: »Hvernig risa dauðir upp? Og með hvaða
likama koma þeir?ft4) — Gaman er og að bera saman orða-
fag Páls í 2. Kor. 3, 18. og ummælin i 2. Barúksbók 51, 10.
(sjá bls. 133).
Fróðlegur er einnig samanburður á lýsingum opinberun-
arritanna á mörgu himnunum og á ummælum Páls í 2.
Korintubrjefi, þar sem hann segist hafa verið hrifinn burt
alt til þriðja himins.5 Iíemur lýsing 2. Enoksbókar á Paradís
í þriðja himni6) þar einkum til athugunar. Og eftir að hafa
kynst heimsskoðunum opinberunarritannna, fær nútímamað-
urinn næmari skilning á mörgum ummælum, er endurspegla
þær hugmyndir, t. d. í orðalagi Postulasögunnar í lýsingunni
á andláti Stefáns píslarvotts, er hann sagði: »Sjá, jeg sje
himnana opna og mannssoninn standa til hægri handar
guði«7), eða ummælum Hebreabrjefsins um Jesú, þar sem
talað er um liann sem mikinn æðsta prest, »sem farið hefir
í gegnum himnana«s), »er setlist lil hægri liandar hástóls há-
tignarinnar á himnum«9), »greindur frá syndurum, og orð-
inn himnunum hærri«10).
1) Kól. 1, 16.; 2, 10. 15.; Róm. 8, 38. o. v.
2) 3, 14.
3) 3. bók v. 83. nn. o. v.
4) 1. Kor. 15, 35. nn.
5) 12, 2.
6) Sjá bls. 59 nn.
7) 7, 56.
8) 4, 14.
9) 8, 1.
10) 7, 26.