Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 170
162
Jesús talar um himna, um þessa öld eða heim og hinn
komandi, um upprisu og dóm o. s. frv. Ávalt talar hann
máli samtíðar sinnar, þótt alt verði ummyndað, andlegra og
háleitara í prjedikun hans.
§ 20. Opinbernnarritin og ýmsar skoðanir og umraæli
nýjatestaraentishöíundanna.
1. Opinberunarritin og ýmsar skoðanir höfunda
nýja tesiamentisins.
Tvíveldisskoðun (dualismus) kemur fram hjá höfundum
nýja testamentisins. Þeir tala um tvö andstæð ríki, — ríki
ljóss og myrkurs, sannleika og lyrgi, guðs og djöfulsins. Þenn-
an hugsunarhátt skiljum vjer miklu betur eftir að hafa lesið
opinberunarritin og kynst skoðunum þeirra.
Eflirvœnling nálœgra lieimsslita hafa höfundar nýja testa-
mentisins drukkið inn í sig úr jarðveginum, sem þeir ólust
upp i.
Trúin á engla og illa anda kemur einnig mikið fram hjá
höfundum nýjatestamentisritanna. Getur enginn undrast
slíkt, ef hann liefir kynt sjer opinberunarritin og kenningar
þeirra um her himins og illu völdin, sem alt ilt var eignað,
og veit að þar er lýsing á þeim hugsunarhætti, sem höfund-
ar rita nýja testamentisins höfðu andað að sjer í uppvexti
sínum.
Heimsskoðun sína hafa höfundar nýja testamentisins einn-
ig erft úr feðratrúnni og flutt með sjer ásamt mörgu öðru
inn í nýju trúarbrögðin. Nægir þar að minna á ummæli
Páls í Fil. 2, 10., sem áður hefir verið getið um.
Hvergi komust vjer þó eins vel inn í hugmyndaheim op-
inberunarritanna eins og í Opinberun Jóhannesar. I3ar lifum
vjer og öndum í sama andrúmsloftinu.
Opinb. Jóh. gerir tilkall til að vera spádómsrit, líkt og
opinberunarrit síðgyðingdómsins. Hún afhjúpar það, sem
hulið er, en á þann hátt, að alt er jafnframt hjúpað leynd-
ardómsfullri blæju. Eins og Antiokkus Epifanes hvergi er
nefndur með nafni í Daníelsbók, þannig er Neró keisari,
ímynd hins óvinveitta rómverska valds, heldur ekki nefndur
á nafn í Opinb. Jóh. En 15Tsingar bókarinnar á honum og
rómverska ríkinu eru þannig gerðar, að eigi munu lesendur
bókarinnar hafa getað efast um, við hvern átt var. En gæti-
■4