Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 60
52
stöðu hans til Gyðingaþjóðarinnar. Hann er faðir þjóðar-
innar, heilagur faðir hennar,1 2) og ísrael er hans útvalda
þjóð, hans eignarlýður,3) hans frumgetinn, eingetinn sonur,8)
Gyðingar börn guðs, synir hins mikla guðs.4 5)
Framtíðarkonunginn, Messías, er guð einnig i ritum þess-
um látinn nefna son sinn.6)
Hvergi í opinberunarritunum kemur þó betur fram, hve
hátt Gyðingar hugðu að guð setti þjóð þeirra, en i ummæl-
unum, er tala um, að alt sje skapað vegna hennar, guð hafi
skapað heiminn vegna þjóðar sinnar.6) t*ess má þó geta, að
einnig bregður fyrir í ritum þessum víðsýnni skoðun á
þessu, er heldur því fram, að heimurinn sje skapaður mann-
kynsins vegna.7) Fyrri skoðunin er sú, sem algengust var
meðal Gyðinga um og eftir Krists burð. En til er einnig
þriðja skoðunin, sem kemur líka fram í opinberunarritun-
um, og hún er sú, að heimurinn sje skapaður vegua hinna
rjettlálu í ísrael, og það sem í vændum sje, eigi að koma
þeirra vegna.8) Er það einstaklingsstefnan, sem þar gerir
vart við sig. Yar hún að ryðja sjer til rúms á þessu tima-
bili og mönnum æ betur að skiljast, að ekki væri nóg að
heyra hinni útvöldu þjóð til, ef menn breyttu gagnstætt lög-
máli drottins, og að guð gæli ekki haft mætur á öðrum en
þeim, sem rjettlátir væru. Kemur þessi stefna líka fram í
þeim ummælum opinberunarritanna, er bera það með sjer,
að hinir rjettlátu einir sjeu taldir guðs börn.9)
§ 5. Stjórn guðs.
1. Sijórn með milliliðum.
Af hugmyndinni um fjarlægð guðs frá heiminum leiddi
sannfæringin um, að aðrir stjórnuðu fyrir hann. Því að afskifli
hlaut guð að hafa af heimi þessum. Þeirri sannfæringu gat
1) E. Júda 24, 2.; Sib. 3, 726.
2) Hf. Móse 1, 12.; 4, 2.
3) 4. Esra 6, 58. (sbr. Sálm. Salómós 18, 4.).
4) Sib. 5, 202.; 3, 702.
5) 1. En. 105, 2.; 4. Esra 7, 28. 29.; 13, 32. o. v.
6) Hf. Móse 1, 12.; 4. Esra 6, 55. 59.
7) 2. Bar. 14, 18.; sbr. 4. Esra 8, 1. 44.
8) 2. Bar. 14, 19.; 15, 7 ; 21, 24.
9) E Leví 18, 12.