Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 56
48
dimmur, sem bar með sjer sköpun allra lægri hluta. 3 Og
jeg sá að það var gott, og sagði við hann: Far þú niður og
ger þig fastan þar, og vertu grundvöllur hinna lægri hluta.
Og það varð svo. Hann steig niður og festist og varð að
grundvelli hinna lægri hluta, og fyrir neðan myrkrið er
ekkert.
37 1 Og jeg skipaði svo fyrir, að taka skyldi af ljósi og
myrkri, og jeg sagði: 2 Þjettist! Og það varð svo. Og jeg dreifði
því út meðal ljóssins og það varð vatn, og jeg dreifði því
út yfir myrkrið undir Ijósinu og þá festi jeg vötnin, það er
að segja undirdjúpin. 3 Og jeg gerði grundvöll af Ijósi kring
um vatnið og skapaði sjö hringa innan frá, og gerði vatnið
eins og krystal vott og þurt, það er að segja eins og gler,
og takmörk vatnanna og annara frumefna, og jeg sýndi
hverju sinn veg, og stjörnurnar sjö hverja í sinum himni,
að þær skyldu renna þannig, og jeg sá að það var gott.
4 Og jeS gerði aðskilnað Ijóss og myrkurs, það er að segja í
miðju vatninu hjer og þar, og jeg sagði við ljósið, að það
skyldi vera dagur, og við myrkrið, að það skyldi vera nótt.
Og það varð kvöld og það varð morgunn, — hinn fyrsti
dagur.
€5í5 1 Heyrið, börn min! Áður en allar skepnur voru
skapaðar, skapaði drottinn sj'nilega og ósjmilega hluti.
2 Og þegar þessi timi var korninn og liðinn, skiljið, að eftir
það alt skapaði hann manninn í líkingu sinnar eigin mynd-
ar og gaf honum augu til að sjá með, eyru til að heyra,
hjarta til að hugsa og skynsemi til að íhuga.
3 Og drottinn sá öll verk mannsins og hann skapaði allar
skepnur hans. Og hann skifti niður tímanum; úr tímanum
ákvað hann ár, og árunum skifti h'ann í mánuði, en mán-
uðunum í daga, og dagana ákvað hann sjö.
4 Og þannig ákvað hann stundirnar, mældi þær út ná-
kvæmlega, svo að maðurinn- gæti hugsað um tímann og
talið ár, mánuði og stundir, breytingar þeirra, bju-jun og
endi, og svo að hann gæti talið lífdaga sína frá bj'rjun til
dauða, og hugsað um synd sína og ritað verk sín vond og
góð. b Því að ekkert verk er hulið fyrir drolni, til þess að
sjerhver maður skuli þekkja verk hans og aldrei brjóta á
móti boðum lians, og geyma handrit mitt frá einni kynslóð
til annarar«.
Með von og eftirvæntingu beið Gyðingurinn einnig dá-