Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 48
40
dagur frelsisins, dagur hjálpræðisins, og sá dagur var í
nánd.
2. Opinberunarrilin eru »pseudepigrapha«, rangfeðruð rit,
eignuð öðrum en í raun og veru voru höfundarnir. Hefir
mönnum þólt þelta alleinkennilegt og lærðir menn í þess-
um fræðum gert sjer mikið far um að fá fullnægjandi skýr-
ingu á því, að þessi og mörg önnur af hinum siðferði-
legu og háalvarlegu ritum síðgyðingdómsins skuli eignuð
mönnum, sem fyrir löngu voru dánir, þegar rilin voru
samin og komu fyrir almenningssjónir. Er langveigamesta
skýringin, að sú nauðsyn hafi rekið til þessa, að eftir að
regluritasafn Gyðinga var fullmyndað og trúin á framkomu
nýrra guðinnhlásinna rita útdauð, var alt miðað við skoð-
anir og kenningar gamlatestamentisritanna og engum nýjum
skoðunum eða hugmjmdum hægt að koma til þjóðarinnar,
hversu sannar og hollar sem einstakir menn töldu þær,
nema með þvi einu móti, að eigna þær frægum fortíðar-
mönnum, sem allir báru lotningu fyrir og trúðu að öðlast
hefðu opinberanir. Á þann hált komst Daníelsbók inn í
reglurilasafnið, inn í þann ilokkinn, sem síðast var full-
myndaður. l3ví að hinir þrir aðalflokkar regluritasafns Gyðinga
heima í Palestínu urðu fullmyndaðir smátt og smátt. Fyrst
varð lögmálið (»lora«) fastmótað; en i þeirn flokki voru að-
eins Mósehækurnar fimm. Næst var safnað í þann flokk
rita, sem nefnd voru spámannsrilin. Var það safn full-
myndað skömmu fyrir síðgyðingdómstímahilið, svo ekki gat
komið til tals að neitt rit frá því tímabili gæti komist í
þann flokk. En þriðja ritsafnið, helgiritin, var ekki full-
myndað fyr en á síðgyðingdómstímabilinu sjálfu, og þess
vegna var Daníelsbók tekin í þann flokkinn, þar eð rnenn
töldu rit þelta vera eftir Daníel þann, er talað er um i spá-
dómsbók Esekíels í 14. og 28. kap.
1 fótspor höfundar Daníelsbókar fetuðu siðan Gyðingar
þeir, er vildu ná til landa sinna með einhvern hoðskap, er
þeim þólti mikilsvert að næði til manna og yrði veitt eftir-
tekt. Þeir vissu að það var eina leiðin fyrir þá, er vildu
koma nj'jum skoðunum á framfæri. Þá þýddi ekkert að
koma i eigin nafni, til slíkra orða hefðu menn ekkert tillit
tekið. Enda höfðu þessir höfundar ekki sitt eigið eitt fram að
færa. Þeir bygðu á erfikenningu, sem vísaði til mikilmenna
liðinna tíma, til Enoks og Móse, Daníels, Esra, Barúks o. fl.
Þeir gáfu út og gerðu almenningi kunnugar opinberanir og