Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 64
56
6 Saraqael, einn hinna heilögu engla, sem er settur yfir and-
ana, sem syndga í andanum. 7 Gabríel, einn hinna heilögu
engla, sem settur er yfir Paradís og höggormana og kerúb-
ana. 8 Remíel, einn hinna heilögu engla, sem Guð setti yfir
þá, sem risa uppv.
En í 40. kap. sömu bókar standa svofeld ummæli um
erkienglana fjóra:
»40 1 Og því næst sá jeg þúsundir þúsunda og tíþúsund-
ir tíþúsunda, jeg sá fjölda, sem hvorki varð tölum talinn nje
reiknaður, standa frammi fyrir drotni andanna. 2 Og við fjór-
ar hliðar drottins andanna sá jeg fjögur auglit ólík þeim,
sem aldrei sofa; og jeg lærði nöfn þeirra, því að engillinn,
sem með mjer fór, sagði mjer nöfn þeirra og sýndi mjer
alla leynda hluti.
3 Og JeS heyrði raddir auglitanna fjögurra þar sem þeir
sungu lofsöngva frammi fyrir drotni dýrðarinnar. 4 Fjrrsta
röddin lofar drottinn andanna sí og æ. 5 Aðra röddina heyrði
jeg lofa hinn útvalda og hina útvöldu, sem halda sjer fast
að drotni andanna. 6 Þriðju röddina heyrði jeg ganga í fyr-
irbæn fyrir þá, sem á jörðu búa, og sárbæna í nafni drott-
ins andanna. 7 Og jeg heyrði fjórðu röddina bægja burt Sa-
tönunum og harðbanna þeim að koma fram fyrir drottin
andanna til þess að ákæra þá, sem á jörðu búa. s Og þvi
næst spurði jeg engil friðarins, sem með mjer var og sýndi
mjer alt, sem hulið er: Hver eru þessi fjögur auglit, sem
jeg hefl sjeð og heyrt raddir þeirra og ritað upp? 90g hann
sagði við mig: Sá fyrsti er Míkael, hinn miskunnsami og
langlundaði; sá annar, sem settur er yfir alla sjúkdóma og
sár mannanna barna, er Rafael; sá þriðji, sem settur er yflr
öll völd, er Gabríel, og sá fjórði, sem settur er yfir afturhvarf
til vonar, þeirra sem erfa eilíft Iíf, er nefndur Fanúel«.
Störf englanna voru bæði mörg og margvisleg. Um serafa,
kerúba og ofana segir 1. Enoksbók, að þeir sofi aldrei, en
haldi vörð um dýrðarhásæti hins heilaga.1) Þeir lofsyngja
guði, tigna hann og tilbiðja. Um það segir 1. Enoksbók:
»39 12 Þeir, sem aldrei sofa, lofa þig. Þeir standa frammi
fyrir dýrð þinni og lofa, tigna og lofsyngja svo mælandi:
Heilagur, heilagur, heilagur er drottinn andanna. Hann fyllir
jörðina með öndum. 13 Og augu mín litu alla þá, sem ekki
1) 71, 7.