Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 113
105
frammi fyrir guði og biður fyrir syndum vorum«, því að
þar (þ, e. hjá guði) er enginn, sem hjálpar neinum manni,
sem syndgað hefir®.1)
Auðsjeð er af opinberunarritunum, að spurningin um það,
hvort fáir eða margir mættu teljast rjettlátir, hvort fáir eða
margir myndu hólpnir verða, hefir verið rík í hugum
margra alvörugefinna manna á þessu timabili. Og sem
vænta mátti, er litið mismunandi á þelta og spurningunum
því svarað næsta ólikt. í 2. Barúksbók er litið alibjörtum
augum á ástandið, margir hafi að vísu syndgað, en hinir
rjettlátu sjeu þó ekki fáir:
»Og þótt margir hafi syndgað í tímanum, þá eru samt
aðrir, og þeir ekki fáir, sem rjettlátir hafa verið«.2)
4. Esrabók lítur aftur á móti alt öðrum augum á þetta,
og telur að margir muni verða vansælir, en fáir hólpnir. Er
oft minst á þetta og þannig komist að orði um það:
»7'' 47 Og nú sje jeg það, að hin komandi öld mun færa
fáum gleði, en mörgum kvöl. ... 61 Ki hefir sagt, að hinir
rjettlátu sjeu ekki margir, heldur fáir, en hinir óguðlegu
sjeu fjölmargir. . . . C1 Og jeg mun ekki hryggjast yfir fjölda
þeirra, sem farast.
8 3 Margir hafa verið skapaðir, en fáir munu verða
frelsaðir.
ö 10 Þeir eru íleiri, sem farast, en frelsaðir verða, eins og
fljótið er stærra en dropinn«.
IV. Framtíðarvonirnar.
§ 12. Framtíðarríkið.
1. Stjórnandi ríkisins.
Eitt af því, sem mest einkendi gyðingdóminn, voru fram-
tíðarvonirnar. Þrátt fyrir kúgun og margvíslega niðurlæg-
ingu, slepti þjóðin þó ekki voninni um betri og bjartari
tima. Þessar vonir voru að visu miklum og mörgum breyt-
ingum háðar, en miðdepill þeirra og þungamiðja var þó
eftirvæntingin um stofnun dýrðlegs framtiðarríkis.
Framtiðarríki þetta var guðsríki, þar eð guð var konungur
1) 53, 4.
2) 21, 11.
14