Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 15
kerunum og vegsömuðu guði sína. Á sömu stundu komu
fram fingur á mannshendi og rituðu á kalkið á hallarveggn-
um. Daníel Jjýddi letrið. Sömu nóttina var Belsazar drepinn
(5. kap.). — Darius konungur frá Medalandi, sem tók við rik-
inu eftir Belsazar, lætur þá skipun útganga, að enginn megi
í 30 daga gera bæn sína til nokkurs guðs eða manns, nema
til konungsins. Skuli hverjum þeim, er hrjóti móti boði
þessu, varpa í Ijónagryfju. Daníel óhlýðnaðist skipun kon-
ungs og var kastað í Ijónagryfjuna, en Ijónin gerðu honum
ekkert mein. Fær konungur nú mikla virðingu fyrir guði
Daníels og sjálfur er Daníel i miklu gengi hjá Daríusi kon-
ungi og síðan hjá K)Ti'usi Persakonungi (6. kap.).
I’á koma sýnirnar í siðari aðalkafla hókarinnar. Fjæst er
sagt frá draumsýn Daníels um d)7rin 4, sem stigu upp úr
hafinu. Fyrsta dýrið liktist Ijóni, annað hjarndýri, þriðja
pardusdýri, en fjórða dýrið var hræðilegt, ólíkt öllum fyrri
dýrunum og hafði tíu horn og upp á milli þeirra lítið horn,
sem hafði augu, eins og mannsaugu, og munn, sem talaði
gífuryrði. Því næst fer dómur fram. Hinn aldraði sest í há-
sælið, dómendurnir setjast niður og bókunum er fiett upp.
Dýrið með hornunum var drepið, likami þess eyðilagður
og honum kastað í eld til að brennast, en vald hinna dýr-
anna frá þeim tekið. Þá birtist einhver, sem mannssyni likt-
ist, og var honum gefið eilift vald. — Engill gaf Daníel svo-
felda skýringu á sýn þessari, að fjögur ríki mundu koma
hvert eftir annað, en að ákveðnum tíma liðnum muni vald
allra konungsrikjanna verða gefið heilögum lýð hins hæsla
(7. kap.). — Önnur sýnin er um hrútinn með hornunum
tveimur og geithafurinn. Skýrir Gahríel engill sýn þá um
tíð endalokanna og konunga þá, er myndu ríkjum ráða
(8. kap.). — Þriðja sýnin er í 9. kap.: Daníel hyggur í ritn-
ingunum að áralölu þeirri, er Jerúsalem átti að liggja í
rústum, samkvæmt spádómi Jeremia. Birtist honum þá
Gabríel engill, sem segir honum, að það verði 70 áravikur,
þ. e. 490 ár, er greinist í 3 tímabil: sjö áravikur uns smurður
höfðingi komi fram, því næst sextíu og tvær áravikur uns
hinn smurði verði afmáður. Þá komi höfðingi, sem síðustu
áravikuna afnemi fórnarþjónusluna og saurgi musterið. —
Fjórðu sýninni er lýst i 10, —12. kap.: Engill birtist Daníel
til þess að opinbera honum það, sem koma ætti. Enn
myndu þrír konungar koma fram í Persíu og því næst
myndi voldugur grískur konungur hefjast lil valda, en riki