Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 173
165
Þegar Páll í Rómverjabrjefinu talar um, að »syndin kom
inn í heiminn fyrir einn mann, og dauðinn fjrrir syndina«ý)
vitum vjer af opinberunarritunum, að hann heldur fast við
skoðanir, er hann hafði tekið að erfðum. Og eftir að hafa
kynst síðgyðingdómsritunum vitum vjer, að kenningin um
erfðasyndina stafar frá gyðingdóminum, en á ekki upptök
sin í kristindóminum.1 2) Fróðlegt er yfirleitt að bera saman
skoðanir Páls á syndinni, t. d. í 7. kap. Rómverjabrjefsins
og viðar, og hugmyndir opinberunarritanna um synd og
sekt, ekki síst eins og vjer kynnumst þeim í 4. Esrabók.3)
Til skýringar á orðum Páls i 8. kap. Rómverjabrjefsins,
um »að skepnan er undirorpin hjegómanum, ekki sjálfviljug,
heldur vegna hans, sem varp henni undir hann«, visast til
þess, sem sagt er á bls 76 og ummæla þeirra, sem þar eru
prentuð. Einnig má benda á líkingarnar í 7. kap. 4. Esra-
bókar4 5) til skjringar á orðum Postulasögunnnar um, »að
vjer eigum að ganga inn í guðsriki gegnum margar þreng-
ingar«6) og öðrum ummælum í sömu átt.
Fjöldamörg önnur ummæli mætti nefna úr nýja testament-
inu, sem hægra er að skilja fyrir þann, sem kynst hefir
gyðingdóminum af opinberunarritunum. En hjer skal staðar
numið, þar eð tilgangur þessa rits er alls ekki sá, að fara út
í ítarlegan samanburð á líkum ummælum i ritum nýja testa-
mentisins og i opinberunarritunum, heldur hitt að kynna
mönnum stefnu og skoðanir opinberunarritanna í aðaldráttum.
Að síðustu skal aðeins bent á, hver hjálp þróunarsaga
ýmsra hugmynda, eins og hana er hægt að lesa út úr opin-
berunarritunum, getur verið oss til þess að skilja breytta
merkingu ýmsra orðtaka, sem höfundar nýja testamentisins
hafa tekið að erfðum frá gyðingdóminum. Sem dæmi má
nefna orðtakið »gestir og útlendingar« um hina trúuðu. í
frumlegustu merkingunni höfum vjer þessi umrnæli í 25. kap.
3. Mósebókar. Þar eru Jahve lögð þau ummæli i munn, að
land það, sem hann muni gefa ísraelsmönnum, sje hans eign:
»því að þjer eruð dvalarmenn og hjábýlingar hjá mjera.6)
Guð er húsbóndinn, eigandi fyrirheitna landsins, og þar, hjá
1) 5, 12.
2) Sbr. § 11, 2.
3) Sjá bls. 73 og 99 n.
4) § 17, 4.
5) 14, 22.
6) v. 23.