Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 84
76
»1@ 1 Og jeg svaraði og sagði: Sá, sem kveikti (þ. e. Móse),
heflr tekið af Ijósinu, og þeir eru fáir, sem reynt hafa að
iíkjast honum. 2 En þeir eru margir, sem hann hefir lýst,
en hafa þó tekið af myrkri Adams og hafa ekki glaðst við
ijós lampans (þ. e. lögmálsins)«.
Afleiðingarnar af falli Adams eru taldar þrennskonar: Lík-
amlegur dauði, andleg og líkamleg hnignun og andleg eymd.
»SC5 6 Þvi að eftir að hann hafði syndgað
kom dauði fyrir tímann inn i tilveruna.
Sorgin var nefnd,
og angist varð til;
og þjáning var sköpuð,
og erfiði tilbúið,
og sjúkdómur tók að hefjast.
Og scheol hjelt áfram að krefjast blóðs sjer lil næringar,
og getnaður barna breiddist út
og losti foreldra kom upp.
Og tign mannkynsins lægðist,
og góðleikinn þvarr. . . .
10 Því að hann varð hætta sinni eigin sál; jafnvel englun-
um varð hann hætta«.
í 4. Esrabók er því haldið frarn, að breyting hafi orðið á
dýra- og jurtaríkinu við syndafallið:
»7' 11 En þegar Adarn braut boðorð mín, þá var alt hið
skapaða dærnt. 12 Og vegir þessarar aldar urðu þröngir og
sorglegir og fullir þjáninga, og fullir af hættum og miklu
erfiði«.
1 3. Barúksbók er sagt frá syndafallinu á þá leið, að for-
boðna trjeð hafi verið vínviðurinn, sem Sammael engill hafi
gróðursett.
»4 8 Og jeg sagði: Jeg hið þig, sýn þú mjer, hvert er það
trje, sem leiddi Adam afvega. Og engillinn sagði við mig:
Það er vinviðurinn, sem engillinn Sammael gróðursetti, en
guð reiddist því og bölvaði honum og viði; hans, og af
þessum orsökum hannaði hann Adam að snerta það. En
þar eð djöfullinn var öfundsjúkur, sveik hann Adam með
víni sínu. 16 Yittu því, Barúk, að eins og Adam varð fyrir
bölvan vegna þessa trjes, og var sviftur dýrð guðs, svo er
og um þá menn, sem nú óseðjandi drekka vinið, sem af
því (trjenu) kemur. Peir brjóta meira en Adam og eru fjar-
lægir dýrð guðs, og selja sjálfa sig fram til eilífs elds. 17 Því
að ekkert gott kemur af þvi. Og þeir sem drekka það i óhófi