Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 28
20
hafi orðið að þola á æfi sinni og um vernd guðs og varð-
veislu á sjer. Meðal annars er hann látinn komast svo að
orði:
»Seldur var jeg í þrældóm og drottinn allra írelsaði mig;
ánauðugur var jeg gerður og hans sterka hönd hjálpaði mjer.
Örmagna var jeg af hungri og sjálfur drottinn saddi mig.
Einmana var jeg og guð huggaði mig;
sjúkur var jeg og droltinn vitjaði mín;
i fangelsi var jeg og guð var með rnjer;
i fjötrum og hann leysti mig«.
Einnig talar Jósef mikið um freistingar þær, er hann hafi
orðið fyrir, og hvernig hann með bænum sinum og föstum
hafi sigrast á þeim. Þá minnist hann á, hvernig hann hafi
reynst bræðrum sínum, þrátt fyrir framkomu þeirra við
hann, og áminnir niðja sina um að elska hverir aðra og halda
boð drottins, lil þess að liann blessi þá og upphefji.
Að siðuslu spáir Jósef komu Messíasar (19. kap.) og seg-
ir, að riki hans muni ævarandi verða og skuli aldrei á grunn
ganga (sbr. Dan. 7, 14.).
(12) Erjðaskrá Benjamíns.
Benjamin hvetur niðja sína til að elska guð og varðveita
boðorð hans og feta i fótspor hins góða og guðhrædda Jósefs.
B)rst hann við, að þeir villist út í synd og spillingu og muni
riki guðs þá frá þeim vikja. En þó muni sá tími koma, að
nnisteri guðs verði meðal þeirra og tólf æltkvíslirnar safnist
þar saman og heiðingjar allir, uns hinn hæsti sendi hjálp-
ræði sitt (9, 2.). Muni allir þá rísa upp, sumir til dýrðar,
aðrir til smánar (10, G. nn.). — Gefur Benjamin niðjum sínum
vonir um, að þeir fái að lifa með honum i framtíðarrikinu,
ef þeir framgangi i heilagleika samkvæmt boðum drottins.
Eru ummæli erfðaskrárinnar um upprisuna eftirtektaverð,
þvi að þau endurspegla upprisuvonir Gyðinga á 2. öld f. Krists
burð. Bíkið er á þessari jörðu, sem ummyndast á til þess
að geta orðið bústaður rjettlátra.
4. Sibylluspárnar.
Nafnið Sibylla, sem spár þessar eru kendar við, álita lærðir
menn að dregið sje af Oeó?, guð, og fiovhj, ráð; þvi að i
griskum mállýskum (hjá Æólum og Dóruni), var myndin
hós notuð í stað 6eóg, og i áletrun er fundist hefir í Cumae
á Ítalíu, kemur orðið fioua fyrir í stað f}ovhj. Þykir af þessu
mega draga þá ályktun, að Sifiv/J.a þ)7ði ráð guðs. Er ætlun