Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 53
Aimav kafli.
Aðalskoðanir þær, er opinberunar-
ritin birta. oss.
I. GUtö.
§ 4. Guðslingmynd opinberunarritanna.
1. Rétllœli guðs.
Boðskapur spámannanna um að enginn guð væri til nema
Jahve einn, hafði fest djúpar rætur hjá Gyðingum, og trúin
á hinn eina guð var á siðgyðingdómstímabilinu orðin stað-
föst sannfæring þjóðarinnar. Orðin, sem vjer þekkjum úr
Markúsarguðspjalli: »He)T, ísrael! drottinn, guð vor, hann
einn er drottinn®,1) voru byrjunarorð trúarjátningar þeirrar,
sem hver og einn fulltíða karlmaður gyðingatrúar var skyld-
ur að hafa yfir daglega kvölds og morgna.
Hinn eini drotlinn, sem Gyðingurinn trúði á, var almátt-
ugur guð, er skapað hafði himin og jörð og þráfaldlega hafði
sjmt almætti sitt á dásamlegan hátt í afskiftum sínum af
Israelsþjóðinni. Ilann var alskygn og þekti heimsrásina og
gang viðburðanna út í ystu æsar, þar eð hann sjálfur hafði
fastsett og ákveðið tiðir og tíma. Hann var alvitur2), eins og
sjá málti bæði af sköpunarverkinu, niðurröðun alheimsins
og af lögmálinu. Því að þar birtist hin æðsta speki, sem er
vilji guðs. Þess vegna var lögmálið óskeikult og engum
breytingum liáð eins og önnur- lög. Guð var einnig heilagur,
liált hafinn yfir heiminn og alt hið hverfula. En öllu öðru
fremur var áherslan lögð á, að guð var alvaldi konungurinn
og rjettláti dómarinn. Rjeltlœlið var orðið að frumeiginleika
guðs. Og með því var ekki átt við trúfesti hans og náð,
eins og í Deutero-Jesaja og Davíðssálmum, heldur við end-
urgjaldandi rjettlæti, sem launar og hegnir. Að visu var trú-
1) 12, 29.
2) sbr. 2. En. 66, 3.