Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 150
142
blinduðu sauðina1) og þeir voru allir dæmdir og fundnir
sekir og kastað í þelta eldsdíki, og þeir brunnu. 27 3 En elds-
díkið var a hægri hönd hússins. Og jeg sá þessa sauði brenna;
jafnvel bein þeirra brunnu.
40 6 Hann skal gera hina sterku niðurlúta;
þeir skulu verða skömmustulegir.
Myrkrið skal verða bústaður þeirra,
og ormar hvila þeirra;
og þeir skulu hafa enga von þess að rísa úr hvílu sinni,
því að þeir göfga ekki nafn drottins andanna.
t>3 6 Ljós er horfið frá augum vorum;
mjTkur er bústaðar vor frá eilífð til eilifðar?.
í 4. bók Síbylluspánna stendur:
»En þegar dómsþing heimsins og dauðlegra manna verður
sett, sem guð sjálfur heldur, þegar hann dæmir óguðlega og
rjettláta, þá mun hann senda hina óguðlegu í eldinn, sem
er undir myrkrinu, og þá munu þeir sjá, hversu ógurlegt
guðleysi þeir hafa framið«.2)
En einna ægilegastar eru hugmvndirnar um kvalirnar, eins
og þær koma fram í 2. Enoksbók. Þar er sagt, að í kvala-
staðnum sje hræðilegt myrkur, án nokkurrar ljósglætu, sí-
logandi eldur, frost og ís, þorsti og skjálfti og fjötrar, auk
þess sem hinir óguðlegu sjeu píndir miskunnarlaust af engl-
um með allskonar grimmilegum pislarfærum.8)
4. Upprisa lífsins.
Upprisa lifsins, til eilifs lífs4) og sælu, er hlutskifti hinna
rjettlátu. Dómur guðs nær ekki til þeirra, en þeir innganga
á dómsdegi til eilífs fagnaðar og sælulífs. Þá eiga að rætast
á dýrðlegan hátt fyrirheit spámannanna lil hinnar útvöldu
þjóðar, um að alt hið illa og erfiða skuli hverfa, að guð
muni þerra tárin af hverri ásjónu og ekkert þekkjast af því,
sem þjakað hefir mönnum hjer í lifi. Dauðinn er ekki framar
til, en lífsins trje mun á dómsdegi rjeltlátum og heilögum
gefið verða, til þess að þeir hafi ávexti þess að fæðu og lifi,
en deyi ekki. Er þessu lýst i opinberunarritunum á mis-
munandi hátt, eftir þvi hvort upprisuvonirnar voru jarð-
1) f\ e. ísraelsmenn, sem liaTa látið leiðast til skurðgoðadýrkunar.
2) v. 41. nn.
3) 10, 1. nn.
4) Dan. 12, 2.