Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 94
86
41 og munnur minn opnaðist og lokaðist ekki aftur.
42 Og hinn hæsti gaf mönnunum fimm skilning, og þeir
rituðu það, sem lesið var fyrir, i samfellu, með bókstöfum,
sem þeir þektu ekki.
43 Og þannig sátu þeir í fjörutiu daga.
t*eir rituðu á daginn
og á nóltunni átu þeir brauð.
En jeg talaði á daginn
og á nóttunni þagði eg ekki.
44 Þannig voru ritaðar níutíu og fjórar bækur á fjörutiu
dögum. 45 Og svo bar við, þegar liðnir voru fjörutíu dagar,
að hinn hæsti talaði til mín og mælti: Tuttugu og fjórar
bækurnar, sem þú hefir skrifað, skalt þú birta, svo að verð-
ugir og óverðugir geti lesið (þær). 46 En þær síðustu sjötíu
skalt þú geyma til þess að afhenda þær hinum vitru meðal
þjóðarinnar.
47 Þvi að i þeim er uppspretta skilningsins,
lind viskunnar
og straumur þekkingarinnar«.
2. Dýrmœtur mœlikvarði.
1 lögmálinu átli Gyðingurinn óskeikulan, en einnig dýr-
mætan mælikvarða. Trúrækinn Gj'ðingur skoðaði lögmálið
dýrmæta gjöf frá guði, sem hafa ætti í hávegum og í engu
mætti vikja frá. í opinberunarritunum ber einna mest á
virðingunni fyrir lögmálinu í 2. Barúksbók. Þar eru um-
mælin:
»Þvi að vjer erum allir ein víðfræg þjóð,
sem höfum fengið eitt lögmál frá hinum eina.
Og lögmálið, sem meðal vor er, mun styðja oss,
og hin frábæra viska, sem i oss er, mun hjálpa ossci.1)
Og um nauðsyn þess að hlýða lögmálinu er farið svo-
feldum orðum:
»46 4 Og jeg sagði við þá: Hásæti hins máttuga get jeg
ekki staðið á móti,
en samt sem áður skal ísrael ekki vanta vitran mann,
nje Jakobs niðja lögmálsson.
6 En tilbúið aðeins hjörtu yðar, svo að þjer getið hlýtt lög-
málinu
1) 48, 24.