Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 99
91
för Móse og 4. Esrabók, sem bæði halda gagnstæðum skoð-
unum fram.
Að vísu er á þessum eina stað, sem áður hefir verið getið
um, í Himnáför Móse, því haldið fram, að styrkur þjóðar-
innar stafi af því, að forfeðurnir hafi ekki freistað guðs nje
brotið boð hans, en annars kveður þar við annan tón. Þar
er rik meðvitund fyrir náð guðs og miskunn, eins og sjest af
ummælum þeim, er trúárhetjunni Móse eru lögð i munn:
»Þvi að miskunnsemi hans og langlyndi hafa fallið mjer í
skaut, ekki vegna dygðar nje styrkleika af minni hálfu,
heldur af náð hansoc.1)
Og um útvalningu þjóðarhinar er sagt:
»Jeg segi þjer því, Jósúa: Það er ekki fyrir sakir guð-
hræðslu þjóðarinnar að þú munt útrýma heiðingjunum«.2)
Jafnframt er þó nauðsyn góðra verka haldið fram og gert
ráð fyrir siðferðilegri ábyrgð:
»lí3 10 Fyrir því skulu þeir, sem framkvæma og uppfylla
hoð guðs, aukast og hlómgast. 11 En þeir, sem syndga og
hafa boðin að engu, skulu vera án sælunnar, sem áður
var nefnd, og heiðingjarnir skulu refsa þeim með margs-
konar plágum. 12 En það er ekki leyft að útrýma þeim alveg
nje eyða«.
í 4. Esrabók er gert ráð fyrir þvi, að annar eins maður
og Esra eigi íjársjóði góðra verka hjá guði geymda, en þetta
er ekki alment um mennina. Þvert á móti. Syndin og
spillingin er hið almenna og því um harla lílið hrósunar-
efni að ræða. Umhugsunin urn lögmálið vekur því fremur
ótta hjá mönnum, en hjálpræðisvonir. Og það sem rnenn
þarfnast mest, er miskunn guðs og fyrirgefning.
»Því að í sannleika:
Enginn er sá á jörðu borinn, sem eigi hefir illa breytt,
nje meðal þeirra, sem til eru, að eigi hafi hann syndgað«.3)
2. Verk og trú.
Hugmyndir síðgyðingdómsins um verðleika verkanna áltu
ekki á neinn hátt að skyggja á trúna og mikilvægi hennar í
hugum manna. Þvi að mönnum var það fyllilega ljóst, að hver
Gyðingur ætti að trúa á hinn eina sanna guð, guð hinnar
1) 12, 7.
2) 12, 8.
3) 8, 35.