Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 121
113
»33 2 Og jeg blessaði sjöunda daginn, sem er sabbatsdag-
urinn, og á honum hvíldist hann af öllum verkum sínum.
33 1 Og jeg tiltók líka áttunda daginn, að liann skyldi
vera hinn fyrsti skapaði ellir verk mitt, 2 og að hinir sjö
fyrstu snúist í liki sjöundu þúsundarinnar, og við b)frjun
áttundu þúsundarinnar skyldi verða ótalinn tími, endalaus,
hvorki með árum, nje mánuðum, nje vikum, nje dögum,
nje stundum«.
þessi ummæli hafa verið skýrð á þá leið, að guð hafi
sýnt Enok, að heimurinn ætti að viðhaldast jafnlengi og á
sköpuninni stóð, og 7da deginum, er guð hvildist á, ætti að
samsvara jafnlangur hvildar- og sælutími. En það yrði til
samans 7 þúsund jarðarár, þar eð þúsund ár eru á himn-
um aðeins talin einn dagur.1) Ætti heimurinn þá alls að
standa í 7 þús. ára, þannig, að 6 þús. ára væru frá sköpun
heimsins til dómsdags, en þar á eflir kæmi 1000 ára sælu-
tími. En að þeim tíma liðnum rynni upp áttundi dagurinn,
sælan eilífa, en þá væri tíminn ekki lengur til.
§ 13. Messías. .
1. Mismunandi skoðanir.
A síðgyðingdómstímabilinu var ekki nein faslmótuð skoðun
á Messíasi. I sumum ritum frá því tímabili, t. d. í Himna-
för Móse, er Messíasar jafnvel alls ekki getið, en í öðrum
gætir hans lítið. 1 ílestum af opinberunarritunum gætir hans
aftur á móti mikið sem meðalgangara guðs, er framkvæma
átti vilja hans. Messíasarhugmyndir síðgyðingdómsins eru
þannig á reiki, næsta mismunandi og sifelt að hreytast. En
þrátt fyrir allan margbreytileikann má þó, þegar Messíasar-
hugmyndirnar eru betur athugaðar og bornar saman, greina
tvær aðalstefnur eða aðalhugmyndir, sem eru hvor annari í
mörgu næsla ólíkar, þótt oft sjeu einhverjir drættir sameig-
inlegir. Önnur bregður upp fyrir oss konungsmynd, mynd
af voldugum drotnara hins jarðneska, þjóðbundna framtíðar-
ríkis. Hin stefnan bregður upp fyrir oss mynd af 'himneskri
veru, sem verið hafði í fortilveru hjá guði, en koma átti niður
til jarðarinnar til þess að gerast heimsdómarinn og endur-
'l15
1) Sbr. Dav. sálm. 90, 4.; Júbíleab. 4, 30.