Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 90
82
austri, vestri, suðri og norðri, 14 og ]eg skipaði honum fjórar
sjerstakar stjörnur, og jeg nefndi nafn lians Adam, 16 og sýndi
honum vegina tvo, veg ljóssins og veg myrkursins, og jeg
sagði við hann: Þessi er góður, en hinn er illur, svo að jeg
gæti sjeð, hvort hann elskaði mig eða hataði, og augljóst yrði,
hverir af kyni hans elska mig«.
1 2. Barúksbók eru einnig merkileg ummæli um viljafrelsi
mannsins:
»54 15. . . Þá er samt svo um eftirkomendur hans,
að sjerhvar þeirra hefir fyrirbúið sál sinni komandi kvalir,
eða sjerhver þeirra hefir kosið sjer komandi dýrð. . . .
19Adam á því ekki sökina nema á sinni eigin sál,
heldur hefir sjerhver af oss verið Adam sinnar eigin sálar«.
En jafnframt því að slík ummæli koma fyrir í opinber-
unarritunum, lesum vjer þar líka gagnstæð ummæli, er
halda fram fyrirhugun guðs og að hverjum manni sje fyrir-
búinn framtíðarstaður, i sælu eða vansælu. Nægir að benda
á þessi ummæli 2. Enoksbókar:
»Og það sver jeg yður sannarlega, að aldrei hefir maður
verið til i kviði móður sinnar, svo að eigi hafi þegar áður
liverjum einum verið fyrirbúinn staður handa sál hans, og
ákveðið, hve mikið er ætlast til, að maðurinn sje reyndur i
þessum heimi.
Já, börn, svíkið ekki sjálf yður, þvi að hverri mannssál
hefir fyrirfram verið ákveðinn staður®.1 2)
»£*ví að menn hafa ákveðinn stað og sjerhver mannssál
er samkvæmt tölu«.!)
Þrátt fyrir tvískiftingu mannsins í líkama og sál hjelt síð-
gyðingdómurinn yfirleitt fast við þá skoðun, að maðurinn
væri ein óaðskiljanleg heild. Af þvi leiddi, að trúin á upp-
risu likamans var eitt af einkennum framtíðarvona þeirra
Gyðinga, sem ekki höfðu orðið fyrir hellenskum áhrifum,
og meinlætaskoðanir náðu ekki tökum á öðrum Gyðingum
en þeim, er aðhyltust grísku skoðunina á líkamanum sem
fangelsi sálarinnar og undirrót ógæfu og syndar.
2. Gildi og ábyrgð einstaklingsins.
Aðgreining rjettlátra og syndara meðal Gyðinga sjálfra og
trúin á upprisu og komandi dóm, þar sem hver og einn
1) 49, 2.
2) 58, 5.