Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 78
70
skýrt frá. Er í 3ja himni sælustaður rjettlátra og kvalastaður
fyrirdæmdra, en í öðrum himni eru föllnu englarnir i varð-
haldi til dómsdags. í Barúksbók grísku eru einnig svipaðar
hugmyndir; allir þeir óguðlegu menn, sem riðnir voru við
byggingu Babelturnsins, eru í skepnuliki látnir dvelja í lta
og 2um himni, aðrir vondir menn dvelja i hades i 3ja
himni, en sálir rjettlátra njóta sælulífs í 4ða himni. — Hin
skoðunin verður þó siðar alment ríkjandi, að rjettlátir einir
fái bústað á himnum, en undirheimar verði bústaður allra
óguðlegra þegar eftir dauðann og síðar hinn endanlegi kvala-
staður þeirra, en að rjettlátir komi þangað alls ekki, nema
þá til millibils- eða bráðabirgðadvalar fram að dómsdegi.
Þegar þróunin er komin á þetta stig verða undirheimar
ekki varanlegur bústaður annara en hinna óguðlegu eftir
dóminn og illu andanna og djöfulsins, sem eiga að kveljast
þar. Var kvalastaðurínn nefndur gehenna eftir dalnum með
þvi heiti (þ. e. Hinnomsdal) sunnanvert við Jerúsalem, þar
sem Gyðingar eitt sinn höfðu fórnað Mólok börnum sínum.
Var dalur sá viðurslygð í hugum allra guðhræddra Gyðinga
og orðin í Jesaja 66, 24., þar sem talað er um að ibúar
hinnar nýju Jerúsalem muni sjá hræ þeirra manna, sem
rofið hafi trú við Jahve, þvi að ormur þeirra muni ekki
deyja og eldur þeirra ekki slokkna, heimfærð upp á þennan
slað. Á þann hátt varð Hinnomsdalur, þar sem ormurinn
nagaði og eldurinn brendi, að ímjmd kvalastaðarins, fyrst
kvalastaður óguðlegra Gyðinga, en síðar að kvalastað allra
óguðlegra manna. Gehenna vai’ð að eldsvíti, að helvíti, og
hinir óguðlegu fóru þar í óslökkvandi eld. Er dalnum lýst
á þessa leið í 27. kap. 1. Enoksbókar:
y>2'7' 1 Þá sagði jeg: Til hvers er þetta blessaða land, sem
alt er vaxið trjám, og þessi bölvaði dalur á milli? 2 En Úríel,
einn hinna heilögu engla, sem með mjer var, svaraði og
sagði: Úessi bölvaði dalur er ætlaður þeim, sem bölvaðir
eru að eilifu. Hjer á að safna þeim öllum saman, sem mæla
af vörum sínum ósæmileg orð gegn drotni og tala illa um
dýrð hans. Hjer á að safna þeim saman og hjer verður
dómstaður þeirra. 3 Á siðustu dögum birtist yfir þeim rjett-
látur dómur í návist þeirra, sem rjettlátir eru að eilífu. Hjer
skulu hinir miskunnsömu lofa drottin dýrðarinnar, hinn ei-
lifa konung.
* Á dögum dómsins yfir hinum fyrnefndu munu þeir (þ.
e. hinir rjettlátu) lofa hann fyrir miskunn hans, því að sam-