Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 107
99
Annars er vanalegast talið að Satan hafi staðið bak við
synd hinna fyrstu foreldra. Hafa hjer á undan verið tilgreind
orð 4. kap. 2. Enoksbókar, 54. kap. 2. Barúksbókar og fleiri
ummæli um það. En víðar er um það talað og má i viðbót
við áðurgreind ummæli benda á orðin í 2. Enoksbók 31. kap.:
»0g hann (þ. e. Satan) skildi fyrirdæmingu sína og synd-
ina, sem hann hafði framið áður. t*ess vegna hugsaði hann
ráð upp gegn Adam og samkvæmt því kom hann og tældi
Evu, en snerti ekki við Adamw.1)
Þriðja skýringin á uppruna syndarinnar stendur í sam-
bandi við skoðanir Grikkja á manneðlinu og er sú, að synd-
in stafi frá holdinu. Ekki kemur sú skoðun beinlínis fram í
opinberunarritunum, en felst óbeinlínis bak við sum ummæli
þeirra, eins og t. d. bak við þessi orð 2. Enoksbókar:
»því að jeg hefi sjeð eðli hans (þ. e. mannsins), en hann
hefir ekki sjeð sitt eigið eðli, og af því að hann hefir ekki
sjeð, mun hann syndga enn meira. Og jeg sagði: Hvað
leiðir af syndinni annað en dauði?«2)
A eðli syndarinnar líta opinberunamtin næsta mismun-
a'ndi. Er þar ýmist talað um hana sem fávisku eða fáfræði
eða sem spilt hjartalag. Erfðaskrárnar tala um fávisku-
syndir. Þar stendur:
». . . erkienglarnir, sem þjóna og friðþægja fyrir allar fá-
viskusyndir hinna rjettlátu frammi fyrir drotni«.3)
»En guð feðra minna miskunnaði mjer vegna þess, að jeg
gerði það í fávisku«.4 5)
»Ekki man jeg heldur til að hafa framið neilt ranglæti,
nema fáviskusyndina, sem jeg drýgði gegn Jósef, þvi að jeg
gerði sáttmála við hræður mína um að segja ekki föður
minum hvað gerst hafði«.8)
í 4. Esrabók er þar á móti litið alt öðru vísi á syndina,
eins og sjá má af þessum ummælum:
»T 116 Og jeg svaraði og sagði: Þelta er milt fyrsta og
síðasta orð. Betra hefði verið, að jörðin hefði aldrei fram-
leitt Adarq, eða að þú hefðir varnað honum að syndga, úr
þvi að hann var til orðinn. 117 Þvi að hvaða gagn höfum
1) 31, 6.
2) 30, 1(5.
3) E. Levi 3, 5.
4) E. Júda 19, 3.
5) E. Sebúlons 1, 5.