Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 142
134
hinir fyrstu munu taka á móti þeim siðustu, þeim sem þeir
vonuðust eftir, og hinir síðustu þeim, sem þeir voru vanir
að heyra, að horfnir voru burt.
u Því að þeir hafa frelsast frá þessum heimi þrenginganna,
og lagt af sjer byrði angistarinnar«.
§ 15. Dómsdagur.
1. Dagurimi.
Hugmyndin um ákveðinn dag, sem guð muni dæma á
alla menn, er frá spámönnunum runnin. Þeir miðuðu alt
við þjóðina, en ekki einstaklinginn; kjör einstaklingsins voru
háð hlutskifti þjóðarheildarinnar. Og þeir töluðu um dag
Jahve sem dóms- og refsingardag, þar eð líf þjóðarinnar
væri fult ranglætis. Einnig kemur þar fram sú skoðun, að
refsidómurinn á degi Jahve muni ganga yfir alla jörðina og
sjerstaklega lenda á lieiðingjunum. Var siðar aðaláherslan oft
lögð á það, að guð myndi dæma heiðnu þjóðirnar á dómsdegi,
en annars áltu allir menn að koma fram fyrir dómstól guðs,
og dómur guðs átti ekki að ná til mannanna einna, heldur
einnig til andanna, bæði föllnu englanna og demónanna.1)
Á dómsdegi átti dómur að ganga yfir alt, sem rangt var og
óguðlegt, og aðgreining að verða á ranglátum og rjettlátum,
sem þá áttu að hljóta fult endurgjald breytni sinnar. Um
það segir i 1. Enoksbók:
»Hinn mildi dómur verður fyrir allar kynslóðir heimsins.
Vei yður, þjer munuð engan frið hafa«.2 3)
En i Erfðaskrá Benjamíns er því lýst á þessa leið:
»Og drottinn mun dæma ísrael fyrst fyrir ranglæti þeirra.
Og þvi næst mun hann dæma alla heiðingjana. Og hann
mun sigra ísrael með þeim af heiðingjunum, sem hann
hefir til þess kjörið, alveg eins og hann refsaði Esaú með
Midíanítum«.8)
Þótt dagurinn væri dagur Jahve, dæmdi hann ekki alt af
sjálfur. Stundum heldur Messías dóminn i hans stað, og guð
setur hann i dýrðarhásæti sitt. Um það segir i 1. Enoksbók:
1) Sbr. 1. Enoksb. 10, G. 12. o. v.; E. Leví 3. kap.
2) 103, 8.
3) 10, 8,—10.