Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 97
89
En í 4. Esrabók er Esra opinberað, að hann þurfi ekki
að hræðast framtíð sina i öðru lífi, þar eð liann eigi tjár-
sjóði góðra verka hjá guði geymda, sem honum þó ekki
verði vísað á fyr en á efsta degi.1)
Skyld hugmynd þessari um himnesku fjársjóðina kemur
fram í 3. Barúksbók.2) Barúlc sjer í fimta himni ker eitt,
sem Míkael hjelt á; var kerið gríðarstórt, eins djúpt og bilið
milli himins og jarðar og víddin eins mikil og langt er milli
norðurs og suðurs. Fjekk Barúk að vila, að i ker þelta væru
látnir verðleikar og góðverk rjettlálra og kerið með því ílult
fram fyrir guð. Er þvi nánar iýst í bókinni á þessa leið:
»11 8 Og jeg sá Míkael, yfirboðara englanna, og hann hjelt
á geysistóru keri. D57pt þess var eins mikil og bilið milli him-
ins og jarðar, og viddin eins og fjarlægðin milli norðurs og
suðurs. 9 Og jeg sagði: Herra, hvað er það, sem Míkael erki-
engill lieldur á? Og hann sagði við mig: f*að er það, sem
verðleikar hinna rjetllálu eru látnir i og þau góðverk, sem
þeir gera, og ílutt eru fram fyrir hinn himneska guð.
13 1 Og meðan jeg var að tala við þá, sjá, þá komu
englar og báru körfur fullar af blómum. Og þeir fengu
Míkael þær. 2 Og jeg spurði engiíinn: Herra, hverir eru þ.etta,
og hvað er það, sem þeir komu með hingað við hlið sjei ?
8 Og hann sagði við mig: Þetta eru englar, sem eru með
hinum rjetllátu. 4 Og erkiengillinn tók körfurnar og kastaði
þeim í kerið. 6 Og engillinn sagði við mig: Bessi blóm eru
verðleikar hinna rjettlátu. 6 Og jeg sá aðra engla, sem báru
körfur, er hvorki voru tómar nje fullar. Og þeir tóku að
kveina og þorðu ekki að koma nær, vegna þess að þeir höfðu
ekki sigurlaunin fullkomin. 7 Og Míkael kallaði hárri röddu
og sagði: Komið hingað lika, þið englar, færið mjer það,
sem þið komið með. 8 Og Mikael var ákaflega hryggur og
engillinn, sem með mjer var, vegna þess, að þeir fyltu ekki
kerið.
13 1 Og þá komu á sama hátt aðrir englar grátandi og
harmandi, og sögðu óttaslegnir: Sjá, hvað vjer erum dauð-
hryggir, ó, herra, því að vjer vorum sendir til vondra manna,
og vjer óskum að vera lausir við þá. 2 Og Míkael sagði: Þjer
megið ekki yfirgefa þá, til þess að óvinurinn fái ekki yfir-
hönd að lokum. En segið mjer hvers þjer óskið. 3 Og þeir
1) 7, 77.
2) Kap. 11.-16.
12