Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 66
58
Söng englanna er 15Tst í 17. kap. í 2. Enoksb.1). (Sjá
bls. 04).
II. Heimurinn.
§ 6. Niðurröðun alheiinsins.
1. Prí- eða tvískijting.
Skoðun siðg3rðingdómsins á niðurröðun alheimsins kemur
vel fram í ummælum Páls í Filippibrjefinu, þar sem post-
ulinn talar um, að fjrrir nafni Jesú skuli hvert knje beygja
sig, þeirra, sem sjeu á himni, og þeirra, sem sjeu á jörðu,
og þeii’ra, sem undir jörðunni sjeu.2) Þau ummæli bera með
sjer, að postulinn hafi hugsað sjer alheiminn skiftan í þrent,
i himin eða himna, jörð og undirheima. Mun þessi þrískift-
ing hafa verið almenn á síðgyðingdómstímabilinu. Kemur
hún víða greinilega fram í opinberunarritunum. Þó tala þau
lika um undirheima sem diki eða eldgjá í miðju jarðar3)
og verður þá aðeins um tvískiftingu heimsins að ræða, i
himna og jörð.
2. Himnarnir.
Gyðingar hugsuðu sjer festingu himinsins ýmist sem hvelf-
ingu úr málmsteypu, er stæði á stoðum eða lægi á skautum
jarðar,4) eða þeir gerðu sjer í hugarlund, að festingin væri
múr með mörgum hliðum, sem sól, tungl og stjörnur færu
um á vögnum sínum. Er nákvæm lýsing á gangi himin-
hnatta út og inn um hlið þessi i 3ja aðalkafla 1. Enoks-
bókar (72.-82. kap.). Ýmsar aðrar hugmjmdir gerðu menn
sjer á þessum tímum um himinhvelfinguna og himinhnett-
ina og voru skoðanirnar næsta margvislegar og um enga
ákveðna heildarskoðun að ræða. Þó var alment álitið, að
liimnarnir væru margir og hver uppi yfir öðrum. En mis-
jafnlega margir voru himnarnir taldir, ýmist 3, — svo munu
þeir hafa verið taldir i frumtextanum í Erfðaskrá Levi —,
5 eða 7. Almennast mun liafa verið að telja himnana 7 og
var bústaður guðs í hinum efsta þeirra og er hann í 1.
Enoksb. nefndur himinn himnanna.
1) 1. n.
2) 2, 10.
3) 1. F.n. 90, 26.
4) 1. En. 18, 3.; 33, 2.