Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 33
25
vopna í stað þess að Ireysta guði einum. Kemur þessi hugs-
unarháttur hans best fram í 7. og 9. kap. Er hann þar ber-
sýnilega að berjast gegn hinni spiltu andastefnu tímans og
þeim mönnum, sem vilja láta skoða sig hreina og heilaga,
en eru það ekki, og gegn þeim mönnum, sem blanda sam-
an trú og stjórnmálum og vilja láta Gyðinga sýna föður-
landsást sína í því að beita vopnum gegn kúgurum þjóðar-
innar. Fyrirmyndin, sem hann vill halda að löndum sínum,
er dæmi Eleasars og bræðranna 7, sem sagt er frá í 4.
Makkabeabók 1, 8. og 2. Makkabeab. 7. kap. Menn eigi að lifa
stranglega eftir lögmálinu og treysta svo guði einum og und-
ursamlegum afskiftum hans. Þvi að þólt guð láti þrengingar
koma yfir þjóðina vegna synda hennar, muni liann þó sjálf-
ur taka í taumana, stofna ríki sitt og láta lýð sinn þar njóta
sælunnar. Og það ríki verði ekki jarðneskt, heldur hafið yfir
þessa jörð, og muni söfnuður hinna trúuðu að lokum verða
hafinn upp til sælu á himnum.
Ritið er sennilega samsteypa úr tveimur rilum: Erfðaskrá
Móse og himnaför. Latneski texlinn, sem til vor er kominn,
er áreiðanlega þýðing úr grísku. En miklar líkur eru til að
frumritið hafi verið samið á hebresku og það heima á Gyð-
ingalandi.
6. Enoksbók slafneska
eða leyndardónmbók Enoks eða síðari (2.J Enoksbók, eins
og hún vanalegast er nefnd.
Rit þetta var lengi glatað, en handrit af því fundust á
síðastliðinni öld í Rússlandi og Serbíu. Voru handritin tvö,
bæði á slafnesku, en mislöng. Var hið styttra nánast út-
dráttur úr hinu, en hafði þó sumstaðar annan texta og var
á einstaka stað ítarlegra. Handrit þessi voru brált þýdd á
ensku og þýsku, eftir að þau voru orðin kunn í Vestur-
Evrópu, og voru í fyrsta sinni gefin út á þeim málum árið
1896.
Ritið ber það með sjer, að slafneski textinn er þýðing úr
grísku. Sjest það greinilega af 30, 13. þar sem sagt er, að
nafn Adams sje leitt af heitunum á höfuðáltunum fjórpm,
austri, vestri, suðri og norðri; en það getur að eins átt við
byrjunarstafina i áttaheitunum á grísku: ávazoh), ðúoig, uQv.zog,
jueoyfi^QÍa. En ýmislegt bendir til þess, að sumt af bókinni
hafi verið frumritað á hebresku.
Bókin er skemtilega skrifuð, með faslri niðurröðun og
4