Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 161
153
fyr en búið er að skera upp það, sem sáð var, og fyr en
akur hins illa er horfinn«.
Út frá þessari sannfæringu um komandi nýja veröld vill
hölundur 4. Esrabókar, að menn líti á þjáningar og böl
þessa lífs. Lifið sje erfitt vegna syndarinnar, fult börmunga.
En aðeins gegnum hörmungar þessa lifs sje hægt að komast
inn í sælu komandi aldar. Tekur höfundur líkingar tvær til
þess að gera mönnum skiljanlegt, að svo liljóti að vera.
Önnur likingin er um haf eilt, stórt og mikið, sem aðeins er
hægt að sigla inn í um örmjótt sund eða innsiglingu.
»T 1 Þegar jeg var að enda við að mæla þessi orð, þá var
sendur til mín engillinn, sem hafði verið sendur til mín und-
anfarnar nætur. 2 Og hann sagði við mig: Rís upp, Esra, og
hlýð á þau orð, sem jeg kem lil að tala til þín. 8 Og jeg
sagði: Tala þú, herra! Þá mælti hann við mig: Það liggur
haf eitt víðáttumikið, breilt og stórt. 4 En inngangúrinn að
því liggur um örmjótt sund, sem líkist á. 5 Sá, sem nú óskar
að komast inn á hafið til þess að sjá það eða sigla um það,
hvernig gelur hann komist inn á hið víðáltumikla haf, ef
hann fer ekki gegnum þrönga sundið?«
Hin líkingin er um horg, h}'gða á sljettlendi, þar sem
gnægð sje allra gæða. Að staðnum er aðeins einn vegur,
hæði mjór og hæltulegur og afarerfiður umferðar.
»T 8 Og nú skal jeg segja þjer aðra (líkingu). Borg cr
hygð á sljelllendi og er full af allskonar gæðum. 7 En inn-
gangurinn í hana er þröngur, og er einstigi, sem liggur í
þverhnípi með eld á hægri hönd og djúpt vatn á vinstri
hönd. 8 Það er aðeins einn stígur, sem liggur þar á milli,
milli eldsins og vatnsins, og svo þröngur er stígurinn, að
liann rúmar aðeins fótspor eins manns í einu. 9 Ef manni er
nú gefin þessi borg í arf, getur erfinginn þá náð arfleifð
sinni, nema með því að ganga gegnum þær hættur, sem sett-
ar eru fyrir hann? 10 Og jeg sagði: Vissulega hefir þú rjett
að mæla, herra!«
Líkingarnar heimfærir höfundur upp á þessa öld og hina
komandi. Yegir þessarar aldar urðu við syndafall Adams
mjóir, dimmir og hællulegir, og vondir og erfiðir yfirferðar.
Brautir komandi heims, komandi aldar, eru aftur á móti
breiðir og hæltulausir, og þar öðlast menn ávexti ódauðleik-
ans. En höfundur álítur, að um mjóu vegina verði menn að
fara til þess að komast á hina breiðu og hæltulausu, og vill
mcð líkingum sinum hafa sýnt fram á, að hörmungar þessn
20