Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 25
17
sem honum eru fjandsamlegir, og losnar þannig undan öf-
und sinni«.x)
Að endingu er áminning um að hlýða Leví og Júda, því
að frá ætt þeirra muni frelsun koma þeim til handa.
(3) Erjðaskrá Leví.
Heill heilsu er Levi látinn kalla sjmi sína lil sín, því að hon-
um hafði verið opinberað, að dauði hans væri í nánd. Segir
hann þeim frá draumvitrun sinni, er hann sá himnana opna
og af engli var skýrt frá, hve margir himnarnir væru, og
hvað væri í hverjum þeirra. Eru himnarnir taldir sjö. I5ó
hera bestu handritin með sjer, að upprunalega hafi himn-
arnir aðeins verið taldir þrír i erfðaskránni, en síðar verið
bælt inn i til þess að samræma textann hinurn almennu
skoðunum. — t*á skýrir Levi frá því, er engillinn opinber-
aði honum um sjálfan sig: Hann skyldi verða sonur guðs
og þjónn, er birta ælti mönnum leyndardóma guðs. Og i
sýn sá hann 7 menn í hvitum klæðum (þ. e. engla), er
færðu hann í prestaskrúða. — Gaf hann sonum sínum því
næst fyrirskipanir um, hvernig þeir skyldu breyta, og sagði
þeim fyrir, livað fram við þá mundi koma alt til dómsdags,
alt samkvæmt þvi, sem honum hafði opinberað verið.
(4) Erfðaskrá Júda.
Fyrst er Júda á dánardægri látinn skýra sonum sinum
frá helstu frægðarverkum sínum, en segir því næst frá ósið-
ferðilegu líferni sínu1 2) og illum áhrifum vínnautnar á sig,
og biður syni sína að varast að verða brotlegir á sama hált
og hann hafi orðið. Eru ummælin í 14,—10. kap. um skað-
semi ofdrykkjunnar eftirtektarverð; er þar talið upp hið
margvislega illa, er af ofdrykkjunni geti leitt. — Einnig varar
Júda við ágirnd og við að láta tælast af fegurð kvenna. —
Þá eru spádómar um framtíð ættstofnsins og fögur ummæli
um framtíðarkonunginn (í 24. kap.).
(5) Erfðaskrá íssakars.
íssakar segir sonum sínum írá fæðingu sinni í samræmi við
frásögnina í 1. Móseb. 30. kap. og lýsir sjálfum sjer sem hrein-
lífum og hreinhjörtuðum jarðyrkjumanni, er aldrei hafi neytt
vins, aldrei girnst eigur annara og aldrei látið ósannsögli
koma yfir varir sjer. Segist hann vera 120 ára að aldri, en
ekki vera sjer þess meðvitandi, að hann hafi drýgt neina
1) 3, 5-6.
2) Sbr. 1. Móseb. 38. kap.
3