Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 164
15(5
vjer kynnumst í opinberunarritunum. Og þarer um andlegustu
stefnu síðgyðingdómsins að ræða. Dregur hún nafn af »apoka-
lyptisku« ritunum og er nefnd opinberana- eða vitranastefnan.
Opinberanastefnan íæst við að ráða gátuna erfiðu um alt
bið illa í heiminum, böl lífsins og syndina. Hún ber fram
nýjar skoðanir á ábyrgð og gildi hvers einstaks manns, og
hún vinnur að þvi að víkka sjóndeildarhringinn og gera
menn frjálslyndari, bæði á skoðanir og á manngildið, án til-
lits til þess hverrar þjóðar menn sjeu. En það sem mest ber
þó á í opinberunarritunum, eru breyttu framtíðarvonirnar,
um framtíðarrikið, um Messías bg um kjör manna eftir dauð-
ann. Birlast oss þar ótvirætt andlegustu bugmyndir Gyðinga-
þjóðarinnar um þessi efni.
2. Opinberunarritin og sú stefnan, sem best liefir greitt
kristindóminum veg.
Þegar þess er gætt, sem sagt hefir verið hjer á undan, fer
mönnum að skiljast, að hjer sje fundin sú stejnan innan
þjóðlífs Gj'ðinga, er best hafi búið þátimann undir að veita
kristindóminum viðtöku.
1 upphafi Markúsarguðspjalls standa orðin: »Svo sem ritað
er hjá Jesaja spámanni: — Sjá, jeg sendi sendiboða minn á
undan þjer, er búa mun þjer veg. Rödd manns, er hrópar i
óbygðinni: Greiðið veg drotlins og gerið beinar hrautir hans«.
Eru þau orð heimfærð upp á Jóhannes skírara.
En vjer getum með engu minni rjelti heimfært orð þessi
upp á stefnu þá, er endurspeglast í opinberunarritunum. Þvi
að vissulega hefir hún líka greitt drotni veg til hjartna sam-
tiðarmanna frelsara vors.
Á tímum, þegar verið var að herða lögmálshöndin æ meir
hjá Gyðingaþjóðinni, þegar alt siðgæði og trú var i hættu
statt vegna andlausra bókstafsfjötra, vinna opinberunarritin
mikilvægt starf til undirbúnings andlegustu trúarbrögðunum,
sem heimurinn eignaðist með Jesú Kristi. Það varð hlutverk
þeirra að vinna það verk, sem engin önnur stefna innan
Gyðingdómsins var fær um að inna af hendi. Faríseastefnan
með allri þröngsýninni, hræsninni og hrokanum, var síst fær
um að greiða andlegum trúarhrögðum götu lil hjartna manna.
Eá var Saddúkeastefnan ekki fremur fær til slíks. f*vi að þar
var alvaran enn minni og undirstöðu alls siðgæðis vantaði ekki
síður en bjá Faríseunum. Líklegust hefði Esseastefnan verið
til undirbúnings undir kristindóminn. Þar var siðgæðisalvara