Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 80
72
65 Segðu við hana: Þú framleiðir gull, silfur og eir, — og
einnig járn, blý og leir. 50 En nú er meira af silfri en af
gulli, meira af eir en silfri, meira af járni en eiri, meira af
blýi en járni og meira af leir en blýi. 67 Hugleið þú þá,
hverir hlutir eru dýrastir og mest eftirsóttir, þeir sem gnægð
er af, eða þeir sem fágætir eru?
58 Og jeg sagði: ó herra minn! Það, sem mildð er af, er
litilsvirði, en dýrt það, sem fágætara er.
69 Og hann svaraði mjer og sagði: Yeg nú með sjálfum
þjer það, sem þú hefir hugsað! Því að sá, sem á hið fá-
gæta, gleðst meira en sá, sem hefir hið algenga.
60 Svo mun og fara í mínum fyrirheitna dómi. Jeg mun
gleðjast yfir hinum fáu, sem frelsaðir verða, af því að það
eru þeir, sem nú þegar láta dýrð mína ríkja, og þeir nefna
nú þegar nafn mitt með lofgerð.
61 Og jeg mun ekki hryggjast yfu- fjölda þeirra, sem farast,
þvi að það eru þeir,
sem nú eru eins og gufa,
líkir reyk,
sambærilegir við eld.
Þeir hafa hrunnið, logað upp, og eru útkulnaðir!«
Þessi öld, þessi heimur, var háður spillingu, synd og höli.
Kemur víða fram í opinberunarritunum meðvitundin um
hið sorglega ástand þessa heims. Má þar henda á lýsinguna
á neðsta himninum í Erfðaskrá Levi.1) Sá himinn er dimmur,
þar eð hann snýr niður að óguðleik mannanna. (Sjá bls. 59).
í 2. Barúksbók standa ummælin:
»Því að alt, sem nú er, er ekkert,
en það, sem koma á, er mjög mikið.
því að alt fallvalt mun hrott víkja
og alt það, sem deyr, mun hverfa.
Og öll nútíðin mun verða gleymd,
og engin minning verða til um yfirstandandi tíma, sem er
ataður ilsku«.2)
í 3. Barúksbók er spilling heimsins átakanlega afmáluð með
því að láta geisla sólarinnar saurgast af því að skína ájörð-
ina og allan ósómann, sem þar eigi sjer stað. Er lýsingin
svofeld:
»8 4 Og engillinn sagði við mig: Þegar sólin hefir runnið
1) 3, l.
2) 44, 8,-9.