Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 115
107
hve miklu göfugra það eigi að vera öllum heimsrikjunum,
er lýst með líkingunni um dýrin og veruna, sem kom í
skýjum himins og líktist mannssjmi. Eins og maðurinn er
dýrunum æðri, eins miklu æðra átti guðsríkið að vera
heimsríkjunum, enda áltu öll heimsveldi að þjóna því og
hlýða.
Samkvæmt þessum elstu hugmyndum var framtíðari’íkið
guðsriki að því leyti, sem það átti uppruna sinn dásamleg-
um afskiftum guðs að þakka, en annars var það ríki ísra-
els, bundið við Gyðingaþjóðina, eftir að allir óvinir þjóðar-
innar höfðu verið yfirunnir, pólitiskt ríki, er renna átti upp,
þegar Israel hafði náð yfirráðum yfir öðrum þjóðum og
undirokað alla heiðingja. Það var ríki, sem ekki aðeins var
bundið við þessa jörð, gæði hennar og gleði, heldur bein-
línis bundið við landið helga og höfuðborgina Jerúsalem.
Alla heiðingja átli að reka þaðan burtu og hreinsa landið
af heiðingjum og byggja svo dýrðlegt musteri í hinni helgu
borg. Því að muslerisþjónusta og lögmálshald álti að haldast
áfram. Þjóðin átti að verða fjölmennari við það, að Gyð-
ingar þeir, er dreifðir voru um allan heim, kæmu aftur heim
til landsins helga. Átti þjóðin að verða þar hamingjusöm í
sínu eigin landi og af guði blessuð með gnægð allra gæða.
Manna átti að falla af himnum, eins og í gamla daga;
jörðin bera tíþúsundfaldan gróða; villidýr hætta árásum
á mennina; öll barátta hætta manna á milli og öll sorg
og sjúkdómar hverfa; menn verða æfagamlir, alt að þús-
und ára, og tala afkvæma þeirra miklu meiri en alment
gerist; menn áttu að eignast all að þúsund börnum. En
ekki voru hugmyndirnar urn þetta þráða sæluriki þó ein-
skorðaðar við ytri gæðin eða ytri velgengni eina. Gyðingar
hugsuðu sjer í ríki þessu fullkomið trúar- og siðferðisástand.
Guð væri þar nálægur þjóð sinni, byggi meðal þjóðarinnar,
vildi vera faðir hennar, en hún ætti að vera barn hans.
Jerúsalem ætti að vera hreinn og heilagur staður og jrjóðin,
sem þar og í landinu byggi, hreinn og heilagur lýður. Og
ekki aðeins hinir rjettlátu, sem á lífi væru, þegar ríkið yrði
stofnað, áttu að verða þegnar þess, heldur áttu einnig trú-
aðir Gyðingar, sem dánir voru, að ganga út úr gröfunum
og njóta gæða ríkisins.
Þessar elstu þjóðarvonir birtast í ýmsum æðimismunandi
myndum og búningi í opinberunarritunum. Þeirn má meðal
annars kynnast af mörgum ummælum i elstu köílum 1.