Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 159
151
0 31 Og ársgömul börn munu tala fullri röddu. Þungaðar
konur munu fæða fyrir límann, þriggja og fjögra mánaða,
og þau munu lifa og dansa. 22 Og skyndilega munu sánir akrar
verða ósánir, og full forðabúr munu alt i einu finnast tóm.1)
£5 9 Salt vatn mun íinnast í sætum (Iindum).
Vinir munu ráðast hver á annan skyndilega.
10 Þá mun skynsemin fela sig,
og viskan hverfa í híbýli sín;
margir munu leita hennar, en enginn finna.
11 Og ranglæti og agaleysi mun margfaldast á jörðunni.
Eilt land mun lika spyrja annað og segja: Hefir rjettlætið
— það, sem gerir hið rjelta, — farið um hjá þjer? Og það
mun svara: Nei.
12 Og á þeim tímum
munu menn vona og öðlast ekki,
erfiða og hepnast ekki.
13 Þetla eru táknin, sem mjer er leyft að segja þjer. En ef
þú vilt biðja aftur og grála eins og nú, og fasta í sjö daga,
þá munt þú aftur heyra meiri hluti en þessa.
8 33 Þá svaraði jeg og sagði: Sjá, ó drottinn! Þú hefir
sýnt mjer mikinn fjölda af þeim táknum, sem þú ætlar að
gera á síðustu tímum, en þú hefir ekki sýnt mjer, á hvaða
tíma.
9 1 Og hann svaraði mjer og sagði: Mældu það gaum-
gæfilega í huga þínum, og þegar þú sjer að nokkur hluti
hinna fyrirsögðu tákna er liðinn, 2 þá mátt þú skilja, að
það er einmitt tíminn, þegar hinn hæsti er í þann veginn
að heimsækja jörðina, sem hann hefir skapað. 3 Þegar á
jörðunni birtast:
hræringar staða,
óeirðir manna,
undirferli þjóða,
óstöðvun leiðtoga,
órói með þjóðhöfðingjum,
4 þá mátt þú skilja, að það eru þessir hlutir, sem hinn
liæsti hefir talað um síðan á þeim dögum, sem voru áður
fyrri frá upphafi. 5 Þvi að eins og alt, sem skeð hefir í heim-
inum, hefir hulið upphaf, en endirinn er opinber, 6 þannig
1) Pessum tveimur versum er skotió inn í hjer. Pau eiga ekki heima
par sem þau eru í hndr., en fræðimenn telja líklegast, aö pau hati
staöiö hjer upphallega.