Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 51
43
Búningurinn er, eins og sagt hefir verið, æði naismunandi,
en bak við hinn ytri búning gægist fram mikil umhugsun
um andleg efni og sterkur vilji á því að ná til manna með
boðskap sinn og það á hættulegum og erfiðum tímum, þegar
dularmál líkinganna gerði mögulegt að segja margt það, er
annars myndi ekki hafa verið vogandi að láta berast út og
verða á almannafæri.
4. Tilgangur þessara opinberunarrita var sumpart sá, að
frœða um lejmdardóma guðs og um ágæti Gyðingatrúar-
innar, en sumpart sá, að hvetja menn og hughreysta á erfið-
um hörmungatímum. Sumt af fróðleik þeim, er ritin bera
fram fyrir lesendur sina, var ætlað öðrum en Gyðingum
einum. Birtist þar áhugi margra Gyðinga á þessum tímum
á þvi, að útbreiða trú þeirra meðal heiðingja og koma
öðrum þjóðum í skilning um, hve mjög guðs útvalda þjóð
stæði ofar öðrum þjóðum. Var slikum fróðleik ætlað að
eiga erindi til manna innan og utan Gyðingalands án tillits
til þess, hvort tímarnir voru Gyðingum hagstæðir eða óhag-
stæðir, þegar ritin voru samin. Enda bera ritin þess volt,
hve mikið þátimamönnum hefir þótt koma til margvíslegs
fróðleiks, sem nútímamenn myndu ekki telja til leyndar-
dóma. En rjett athugað er allur þessi fróðleikur merkilegur
aldaspegill, sem opnar aðgang að hugsunarhætti þátim-
ans betur en ílest annað, sem kunnugt er frá þeim tím-
um. — í sumum ritunum ber mest á fræðslunni, en í öðrum
mest á uppörfuninni, en í flestum kemur hvorttveggja fram
og er þar samtvinnað. Verður vel að setja sig inn í sögu
þeirra tíma, til þess að skilja hvatningar- og hughreystingar-
orð rita þeirra, sem ællað er að hjálpa mönnum til fast-
heldni við trú sina á ofsókna- og hörmungatimum, með
því að minnast reynslu fyrri tíma og benda á frelsunina,
sem í nánd sje, og dóminn, sem biði þeirra, er þjaki og
þjái hina trúuðu. Hafa þau ritin verið nefnd »hugvekjur
ætlaðar erfiðum timum«, og hafa sum, eins og Daníelsbók,
veitt fjölda manns huggun og uppörfun, ekki aðeins meðal
þeirrar kynslóðar, sem ritið fyrst var ætlað, heldur einnig
síðar meir, þegar aftur syrti að eilthvað í likingu við svart-
næltistíma þann, sem sú bók er samin á. »Dómurinn mun
settur verða« (Dan. 17, 26.) — slík og þvilík orð gerðu menn
þá örugga, og menn litu með eftirvæntingu og óþre}rju til
sælu þeirrar, er i vændum væri fyrir hina guðhræddu i