Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 65
57
sofa, þeir standa frammi fyrir honum og lofsyngja ogsegja:
Lofaður sjert þú, og lofað sje nafn drottins að eilífucc.
Þeir rita í himnesku bækurnar alt það, er gerist á jörð-
unni. Opinberanir og sýnir verða fyrir aðstoð þeirra. Þeir
bera bænir trúaðra fram fyrir guð og ganga í fyrirbæn fyrir
þá. A margvíslegan hátt framkvæma þeir vilja guðs. Meðal
annars með því að vera verndarenglar einstakra þjóða og
manna. Þannig á ísrael sinn verndarengil, höfuðengilinn
Míkael, en Daníelsbók talar líka um verndarengil Persíu og
Grikklands.1) En ekki var látið þar við sitja. Álitið var að
englar drottnuðu j'fir jurtum og dýrum og náttúruöflum.
Ivemur það fram í 19. kap. 2. Enoksbókar (sjá § 6, 2.). Auk
þessa voru til refsienglar, sem ljetu plágux-, ógæfu og eyð-
ingu koma yfxr jörðina og jarðarbúa eða pína áttu óguðlega
annai’S heims.2)
Eðli englanna er þannig háttað, að þeir sofa ekki, hvorki
kvænast nje giftast, og neyta annaðhvort alls ekki matar nje
drykkjar eða aðeins sjerstakrar himneskrar fæðu. Þeir eru
andlegar verur og ódauðlegii'.3)
Englarnir eru Ijósverur og útlit þeirra sem leiftur. Segir
frá þvi i 2. Enoksbók 20. kap., að Enok hafx í sjöunda himni
sjeð mikið ljós, og eldlega herskara mikilla erkiengla, ólík-
amleg öfl og margeygðar verur. Annars eru þeir mönnum
likir,4) sem karlmenn i hvítum klæðurn, en yíirleitt ekki
vængjaðar verur. Þó er þeim stundum lýst sem vængjaverum
og talað um íljúgandi engla.5 6) í 2. Enoksbók er englunum,
sem vitruðust Enok lýst á þessa leið:
»1 4 Og rnjer vitruðust tveir menn, ákaflega stói'ir, svo
jeg hafði aldrei slika sjeð á jöi'ðunni. 5 Ásjónur þeiri'a skinu
sem sólin og augu þeirra voru eins og logandi ljós, og út
af munni þeirra gekk purpurarauður eldur..............með
margvislegum þyt. Vængir þeirra voru gulli bjartari og hend-
urnar hvítari en mjölf«.
Einnig er þeim lýst sem hertýgjuðum hermönnum og í
Erfðaskrá Leví°) er gerð grein fyrir því, hvei's vegna þeir
sjeu vopnum búnii’. (Sjá bls. 59).
1) 10, 13. 20. o. v.
2) 1. En. 53, 3. o. v.
3) 1. En. 15, 4. 7.
4) Dan. 9, 21.
5) 1. En. 61, 1.; 2. En. 16, 8.
6) 3, 3.
8