Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 63
2. Englarnir.
Englarnir voru himneska hirðin, sem umkringdi hásæti
guðs. Voru þeir óteljandi margir. Tala opinberunarritin um
þúsundir þúsunda og tíþúsundir tíþúsunda engla.1)
Einu nafni eru englarnir nefndir her himins, heilagir á
hæðum, her guðs, heilagir sjmir guðs.2 3) Annars hafa þeir
mörg sameigin nöfn og sumir einnig sjerstök eiginnöfn. Al-
þektastir af englum þeim, er nefndir eru með eiginnöfnum,
eru þeir höfuðenglarnir Gabríel, Míkael, Rafael og Úríel.
Um Gabriel talar Daníelsbók8) og Enoksbækurnar báðar,
og í 2. Enoksbók er sagt frá því, er Enok kom fram fyrir
guð sjálfan í hinum efsta himni og bauð drottinn honum
þá til sælis hjá Gabríel engli sjer til vinstri handar. f Daní-
elsbók er Míkael talinn einn af fremstu verndarenglunum.4 5)
Er hann verndarengill hinnar útvöldu þjóðar, tekur við
bænum manna,6) ber verðleikaverk rjetllátra fram fyrir guðc)
og er iyklavörður himnaríkis.7) Um Rafael og Uríel er viða
talað i 1. Enoksbók. En auk þessara fjögra eru með nöfn-
um nefndir í opinberunarritunum: Fanúel, Ragúel, Remíel eða
Ramíel, Sammael, Saraqael eða Sariel, Sarasael og Zothíel.
f 61. kap. 1. Enoksbókar eru taldir þessir englaílokkar:
Kerúbar, sera/ar, ojanar, tignir, herradómar, úlvaldir og önn-
ur völd yfir meginlandi og vötnum.
Tign englanna var mismunandi. Æðstir allra þeirra voru
höfuð- eða erkienglarnir, sem ýmist voru taldir sjö eða að-
eins fjórir. 1 1. Enoksb. 20. kap. má lesa svofelda lýsingu á
störfum erkienglanna sjö:
»20 1 Þetta eru nöfn hinna heilögu engla, sem vaka:
2 Úríel, einn hinna heilögu engla, sem er seltur yfir heiminn
og Tartarus. 8 Rafael, einn hinna heilögu engla, sem er sett-
ur yfir anda mannanna. 4Ragúel, einn hinna heilögu engla,
sem kemur hefndum fram á heimi himinljósanna. 6 Míkael,
einn hinna heilögu engla, það er að segja hann, sem settur
er yfir besta bluta mannkynsins og yfir Kaos (óskapnaðinn).
1) Dan. 7, 10.; 1. En. GO, 1.; 71, 8.
2) 1. En. 71, 1.
3) 8, 16. o, v.
4) 10, 13.
5) 3. Bar. 11, 4.
6) 3. Bar. 14, 2.
7) 3. Bar. 11, 2.