Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 160
152
eru einnig tímar hins hæsta; byrjunin (sjest) í fyrirboðum
og leyndardómsfullum táknum, en endirinn í verkum og
undrum«.
4. Heimsslit í nánd.
Þótt mynd sú, sem opinberunarritin draga upp fyrir oss
af því, er verða muni á hinum síðustu límum, engan veginn
sje sjálfri sjer samkvæm, kemur þar þó víða fram sannfær-
ingin um, að heimslit, með endurnýjun og endurfæðingu
heimsins, væru íyrir höndum. Má þar benda á áðurnefndu
ummælin í 1. Enoksbókar 45. og 91. kap. (sjá bls. 111 og 112).1 2)
Einnig þessi orð í 2. Barúksbók:
»Pví að meiri eldraun mun verða en þessar tvær þreng-
ingar, þegar hinn. máttugi mun endurnýja sköpunarverk
sitt«.!)
Alt af, þegar mjög þrengdi að þjóðinni, risu upp menn,
sem álitu, að nú hlytu heimsslit að vera í nánd. Sú eftir-
vænting blossaði sífelt upp á ný. Agætt dæmi þessa hugs-
unarháttar eigum vjer í 4. kap. í 4. Esrabók. f*ar sjest,
hvernig trúin beinist með öllum sínum hita og alvöruþunga
að sæluvonunum, sem bundnar voru við komandi heim,
þegar menn voru algerlega farnir að örvænta um þessa öld
með allri syndinni, neyðinni og sorginni, sem hana einkendi,
og öllum ráðgátunum og vandamálunum, sem engin lausn
fjekst á. Þar sjest, hversu heitt menn gátu þráð að endirinn
kæmi. Höfundur ritsins þreytist ekki á að endurtaka þá
sannfæringu sína, að endirinn sje í nánd. En jafnframt
hvetur hann til þolinmæði. Þegar hið illa sje orðið full-
þroskað, þegar tala hinna útvöldu sje fullnuð, muni endir-
inn vissulega koma. En eftir því að timinn verði fullnaður,
verði menn að bíða með þolinmæði án allrar óþreyju.
»4 26. . . Þvi að öldin hraðar sjer til enda síns.
27 Vegna þess að hún er ekki fær um að bera þá hluti,
sem hinum rjettlátu eru fyrirheitnir á sínum tíma. Því að
þessi öld er full af sorg og vanmætti.
28 Því að hinu illa, sem þú varst að spyrja mig um, er
niður sáð, en uppskeru þess er enn ekki safnað saman.
29 En akurinn, sem hinu góða er sáð í, getur ekki komið
1) 15, 4.; 91, 16.
2) 32, 6.