Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 108
100
vjer allir af því, að verða að lifa í sorg hjer í tímanum og
eiga siðan von á hegningu eftir dauðann. 118 Ó, þú Adam!
Hvað hefir þú gert! í’ótt það værir þú, sem syndgaðir, þá
kom fallið elcki niður á þjer einum, heldur einnig oss af-
komendum þinum. 119 því að hvað stoðar það oss, þólt oss
sje heitið eilífðarlífi, úr þvi að vjer höfum framið verk,
sem leiða til dauða? 120 Og þótt oss sje veitt von um hið
ófallvalla, úr því að vjer erum aumlega háðir forgengileik-
anum?«
Og rit þelta telur eftirkomendur hinna fyrstu foreldra frá
þeim hafa erft hina illu syndatilhneigingu, illa hjartað:
»3 20 En samt tókst þú ekki burt úr þeim hið illa hjarta,
svo að lögmál þitt mælti bera ávöxt í þeim. 21 Þvi að hinn
fyrsti Adam íklæddist hinu illa hjarta og syndgaði og yfir-
bugaðist, og á sama hátt allir atkomendur hans. 22 Þannig
varð veikleikinn rótgróinn. Lögmálið var að vísu í hjarta
lýðsins, en illa sæðið var þar líka; og það, sem golt var, fór
hurtu, en hið illa var eftir. 28 Þannig leið tíminn og árin
enduðu. Og þá vaktir þú þjer upp þjón að nafni Davið.
24 Og þú skipaðir hanum að reisa borgina, sem nefnd er af
nafni þínu, og fórna þjer gjöfum af þínu eigin. 25 Og eftir
að þetta hafði verið gert í mörg ár, þá syndguðu íbúar
borgarinnar, 20 og gerðu í öllum hlutum eins og Adam og
öll hans kynslóð hafði gert, þvi að þeir iklæddust líka liinu
illa bjarla. Og fyrir þvi gafst þú borgina í hendur óvina
þinna«.
Samkvæmt þessum skoðunum fæðist hver rnaður með
illum tilhneigingum, og sjest af þvi, að kenningin um erfða-
syndina stafar frá gyðingdóminum, en á ekki upptök sin í
kristindóminum.
3. Yfirbugun og afplánun syndarinnar.
Þeir, sem aðhyltust skoðunina um að syndin stafaði frá
holdinu, rót syndarinnar lægi þar, reyndu að deyða holdið
með meinlætalifnaði til þess að ýfirbuga syndina. Segir í 1.
Enoksbók frá mönnum, er þjáð hafi hold sitt og hlolið
laun fyrir hjá guði, mönnum, sem elskað hafi guð, en livorki
gull nje silfur nje nein af þessa heims gæðum.1) En sjer-
staklega er í erfðaskránum mikið talað um bindindissemi og
1) 108, 7. n.