Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 112
104
og kveinað, og eru harmatölur hans hinar átakanlegustu.
Hann segir meðal annars:
»'7' 62 Og jeg svaraði og sagði: Ó, jörð! Hvað hefir þú
framleitt, ef skynsemin er af dufti þínu komin eins og aðrir
skapaðir hlutir! 03 Betra hefði verið að duftið sjálft hefði
aldrei til orðið, svo að skynsemin hefði ekki getað orðið til
af því.
04 En eins og er, vex skynsemin upp með oss, og þess
vegna kveljumst vjer, þar eð vjer förumst og vitum af því..
65 Mannkynið má kveina,
dýr merkurinnar vera glöð!
Allir þeir, sem á jörð eru bornir, mega hryggjast,
en kvikfjeð og hjarðirnar gleðjast!
Gti Því að þeim er miklu betur farið en oss. Þau eiga ekki
von á neinum dómi, og ekki vita þau af neinum kvölum
nje sælu, sem þeim sje heitið eftir dauðann.
67 Því að hvað stoðar það oss, þótt vjer eigum að lifa, ef
vjer eigum samt að þola ógurlegar kvalir?
08 Því að allir þeir, sem á jörð eru bornir,
eru saurgaðir af ranglæti,
fullir af syndum,
lilaðnir misgerðum.
69 Og ef til vill væri það miklu betra fyrir oss, að vjer
ættum ekki að koma fyrir dóm eftir dauðann!
70 Og hann svaraði og sagði: Þegar hinn hæsti skapaði
heiminn og Adam og alla aíkomendur hans, þá fyrirbjó
hann fyrst dóminn og þá hluti, sem dóminum tilheyra.
71 En nú mátt þú skilja af þínum eigin orðum, þar sem
þú sagðir að skynsemin yxi upp með oss.
72 Því að fyrir þær sakir skulu jarðarbúar kveljast, að þeir
hafa skilið, en þó samt framið ranglæti, þeir hafa fengið
fyrirmæli, en ekki haldið þau, og þótt þeir fengju lögmálið,
höfðu þeir að engu það. sem þeir fengu.
73 Hvað munu þeir þá geta sagt í dóminum, eða hverju
ætla þeir að svara á síðustu tímum?
74 Því að hversu lengi hefir ekki hinn hæsti verið lang-
lyndur við ibúa jarðarinnar, — en þó sannarlega ekki þeirra
vegna, heldur vegna tímanna, sem hann hefir ákveðið!«
(Sjá enn fremur 7, 116.—120. á bls. 99 n.).
Einnig er því í 2. Enoksbók neitað, að dánir menn rjett-
látir geti áunnið öðrum hjálpræðið með fyrirbænum sínum:
»Og ekki skuluð þjer segja, börnin mín: »Faðir vor stendur