Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 144
136
2. Dómurinn.
í Daníelsbókar 7. kap. er tysing á heimsdóminum,1) og
þótt hin mörgu ummæli opinberunarritanna sjeu talsvert
mismunandi, eru aðaldrættirnir þó ílestir hinir sömu og í
Daníelslýsingunni, sem bersýnilega hefir haft mikil áhrif á
hugmyndirnar um þessi efni.
Fyrst er lýsing á dómshásætinu. Það er reist, annaðbvort
á einhverjum stað ' á jörðunni, á Sínaífjalli2) eða í landinn
helga,3) eða á himnum. Daníelsbók segir, að hásætið væri
»eldslogar og hjólin undir því eldur brennandi«.
Pá er lýsing á dómarannm, sem i hásætið sest. Daníels-
bók nefnir guð hinn aldraða, og segir að klæði hans væru
hvít sem snjór og höfuðhár hans sem hrein ull; eldstraumar
gengu út frá honum. Kringum guð var himnesk birð lians.
»Þúsundir þúsunda þjónuðu bonum og tíþúsundir líþúsunda
stóðu frammi fyrir bonunuc, segir í Daníelsbók. Þegar guð
fól Messiasi alheimsdóminn, setti guð hann i hásæti dýrðar
sinnar, eins og bjer á undan befir verið tekið fram.
Næsta atriðið er, að bækurnar eru opnaðar. »Dómend-
urnir setlust niður og bókunum var ílelt upp«, slendur í
Daníelsbók. Lík eru ummælin í 1. Enoksbók:
»Og jeg horfði þar til liásæti var reist upp í landinu yndis-
lega (þ. e. landinu helga) og' drottinn sauðanna settisl í það,
en hinn annar tók innsigluðu bækurnar og opnaði þessar
bækur frammi fyrir drotni sauðanna«.4 5)
í bókum þessum fæst vitneskja um alt það, sem þörf er á
að vita til þess að rjettur dómur verði feldur yfir hverjum og
einum. Því að í himnesku bækurnar eru ritaðar gerðir mann-
anna og nöfn, þótt hugmyndirnar um það annars hafi verið
talsvert mismunandi. Stundum er talað um, að syndir manna
og yfirsjónir sjeu þar ritaðar, stundum að góðverkin sjeu
þar líka skráð; sumstaðar er talað um, að menn af englum
sjeu skráðir í bækurnar á himnum sem vinir eða óvinir
guðs, en annarstaðar er talað um, að rjettlátir finnist skráðir
í lífsins bók, en óguðlegir úr henni afmáðir.6) — Hugmyndin
1) v. 9. nn.
2) 1. En. 1, 4.
3) 1. En. 90, 20.
4) 90, 20.
5) Sbr. 1. En. 108, 3. o. v.