Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 46
38
þessurn, að því er næst verður komist, ýmist samdar fyrir
70 eða endurspegla að rninsta kosli gyðinglegan kugsunar-
kátt frá miðri fyrstu öld e. Kr. b. og þaðan af eldri. Meðal
þeirra kafla er talinn mikill hluti 13. kapitulans, sem er einn
af eftirtektaverðustu köílum bókarinnar.
Höfundur 4. Esrab. er trúaður djúphyggjumaður, sem að
mörgu leyti má líkja við Pál postula. Líkist hann Páli í
skoðun sinni á spillingu mannlegs eðlis, í þeirri sannfæringu,
að kenning gyðingdómsins um rjeltlætingu af verkum sje röng,
og einnig í því, að sjóndeildarhringur hans takmarkast ekki
við Gyðingaland. En mikilvægara er hilt, sem á milli her,
þvi að höfund 4. Esrab. vantar fögnuð Páls yfir þvi að eiga
frelsara frá syndinni, vantar öruggleika hans, trúarvissuna og
trúnaðarlraustið, sem fagnaðarerindi Krists hafði gefið Páli.
§ 3. Helstu eiukenni opinbernnarritanna.
1. Opinberunarritin gera tilkall iil að vera spádómsrit,
er guðdómlegan sannleika hafi að flytja lesendum sinum.
Þau koma fram með afhjúpun margvislegra leyndardóma,
sem þátíminn þráði að fá að skj'gnast inn i, og gáfu svör
upp á spurningar, sem alvörugefnar og leitandi sálir sifelt
voru að glíma við. Þau gefa lesendum sínum vitneskju um
það, sem óskiljanlegast er og leyndast í stjórn guðs, skýra
þeim frá niðurröðun alheimsins og rekja orsakir þess, að
heimurinn er illur og spiltur og guðlejrsið svo oft hrósar
hhppi, en hinir rjettlátu verða að lúta í lægra haldi og þola
ofsóknir og verða fyrir allskonar böli i þessum heimi. Þau
leiða lesandann ennfremur upp yfir þessa jörð, inn i himn-
ana sjálfa, gegnum himnana mörgu, upp að hásæti hins
hæsta sjálfs, lýsa öllu því, er fyrir hinn rjeltláta sjáanda hafi
borið á slíku ferðalagi, og segja frá því, er hinn hæsti sjálfur
hafi sagt og vilji, að mennirnir vili og hegði sjer eftir. Rit
þessi fást jafnt við fortíð, þálíðandi tíð og framtíð. Sagan liðna
er rakin, til þess að hún varpi ljósi hæði yfir þáliðina og
viðhurðina, sem eru að gerast eða nýlega hafa gerst, og
verði mönnum lil leiðbeiningar um það, er gerast eigi i
framtiðinni.
Opinberunarrilin eru náskyld spámannsritum gamla testa-
mcntisins og í rauninni heiníinis áframhald þeirra. Þau hafa
tekið í arf siðferðilega alvöru spámannsritanna og byggja á